Loka vegum við Buckinghamhöll

Árás í Berlín | 21. desember 2016

Loka vegum við Buckinghamhöll

Vegum fyrir framan Buckinghamhöll verður nú lokað á meðan hin daglegu vaktaskipti hallarvarðanna fara fram. Var ákvörðun um þetta tekin í ljósi árásarinnar í Berlín á mánudag, sem varð tólf manns að bana.

Loka vegum við Buckinghamhöll

Árás í Berlín | 21. desember 2016

Ferðamenn taka myndir fyrir utan Buckinghamhöll.
Ferðamenn taka myndir fyrir utan Buckinghamhöll. AFP

Vegum fyrir framan Buckinghamhöll verður nú lokað á meðan hin daglegu vaktaskipti hallarvarðanna fara fram. Var ákvörðun um þetta tekin í ljósi árásarinnar í Berlín á mánudag, sem varð tólf manns að bana.

Vegum fyrir framan Buckinghamhöll verður nú lokað á meðan hin daglegu vaktaskipti hallarvarðanna fara fram. Var ákvörðun um þetta tekin í ljósi árásarinnar í Berlín á mánudag, sem varð tólf manns að bana.

Athöfnin dregur jafnan að sér mikinn fjölda ferðamanna, fyrir utan hlið hallarinnar í miðborg Lundúna.

Lögreglan segir lokanirnar vera nauðsynlega ráðstöfun, þar sem athöfnin sé fjölmörgum kunn, hún eigi sér stað við mjög þekkt kennileiti, og liðsmenn hersins séu þar öllum til sýnis.

Þegar hafði verið ráðgert að prófa að loka vegunum um þriggja mánaða skeið, en í tilkynningu frá lögreglunni segir að því hafi verið flýtt vegna árásarinnar í þýsku höfuðborginni.

mbl.is