Fundu fingrafar Amri á bílnum

Árás í Berlín | 22. desember 2016

Fundu fingrafar Amri á bílnum

Fingrafar Túnisans Anis Amri, sem grunaður er um aðild að árásinni á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöld, fannst á hurð vöruflutningabílsins sem keyrt var á markaðinn.

Fundu fingrafar Amri á bílnum

Árás í Berlín | 22. desember 2016

Lögregla við hús í Dortmund í gærkvöldi. Þýskir fjölmiðlar segja …
Lögregla við hús í Dortmund í gærkvöldi. Þýskir fjölmiðlar segja fjóra hafa verið handtekna í borginni í gær í tengslum við leitina að Amri. AFP

Fingrafar Túnisans Anis Amri, sem grunaður er um aðild að árásinni á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöld, fannst á hurð vöruflutningabílsins sem keyrt var á markaðinn.

Fingrafar Túnisans Anis Amri, sem grunaður er um aðild að árásinni á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöld, fannst á hurð vöruflutningabílsins sem keyrt var á markaðinn.

Frá þessu var greint í þýskum fjölmiðlum í dag, en þýska lögreglan hefur neitað að tjá sig um fullyrðinguna. Amri er nú er leitað um alla Evrópu og hefur þýska lögreglan sætt töluverðri gagnrýni á hversu langur tími leið áður en grunur beindist að Amri, sem hafði verið undir smásjá leyniþjónustunnar fyrr á árinu.

„Þeir þekktu hann og gerðu ekkert,“ var fyrirsögnin Berlínar götublaðsins B.Z.

Ríki íslams hef­ur lýst ábyrgð á hend­ur sér á árás­inni en hún er sú mann­skæðasta í Þýskalandi um langt ára­bil. 12 manns fórust í árásinni og 49 eru særðir á sjúkrahúsi, þar af 14 alvarlega. Staðfest hefur verið að sex hinna látnu sé Þjóðverjar, einn Ísraeli og einn Ítali.

Berlínarmarkaðurinn opnaður á ný eftir árásina

Árásin í Berlín hefur vakið áhyggjur af hvort frekari árásir kunni að vera í bígerð í tengslum við jólahátíðina. Eftirlit með jólamörkuðum, t.a.m. í Frakklandi hefur verið hert og öryggisgæsla er nú við kirkjur.

Jólamarkaðurinn í Berlín var opnaður aftur í dag og er hann nú umkringdur steinsteyptum stöplum. Íbúar Berlínar flykktust á markaðinn þegar hann opnaði á ný. Jólaljósin voru þó dimmari en áður og tónlistin leikinn á lægri styrk og þá felldu sumir götusalanna tár er þeir opnuðu markaðsbása sína að nýju. Fjölmargir skildu blóm og kerti eftir á markaðinum í dag í minningu fórnarlamba árásarinnar.  

Fjórir handteknir í Dortmund

Fjórir einstaklingar, sem hafa verið í sambandi við Amri, voru handteknir í þýsku borginni Dortmund að sögn þýskra fjölmiðla. Embætti ríkissaksóknara hefur neitað að tjá sig um málið og segir engar upplýsingar verða veittar um rannsóknina að svo stöddu.

Dagblaðið Bild hefur eftir liðsmanni hryðjuverkalögreglu að það hafi verið ljóst strax í vor að Amri væri að leita samverkamönnum að árás og að hann leitaði m.a. að vopnum.

Sak­sókn­ari í Berlín sagði í gær að Amri hafi verið grunaður um að und­ir­búa rán til þess að safna fé til þess að kaupa vopn, jafn­vel til þess að nota í árás. Eft­ir að fylgst hafði verið með hon­um frá mars til sept­em­ber tókst ekki að finna nein­ar sönn­ur fyr­ir því að hann væri að und­ir­búa árás, því var eft­ir­lit­inu hætt. 

 Um mitt árið í ár segir Bild Amri engu að síður hafa verið í sambandi við tvo vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Blaðið segir lögregluyfirvöld í Túnis hafa hlerað samræður þeirra og að þau hafi látið þýsk yfirvöld vita af samtalinu. Bild segir Amri þá einnig hafa boðið sig fram til að gera sjálfsvígsárás á spjallsíðu sem íslamskra öfgatrúarmanna.

mbl.is