Enginn kemur til Sesto San Giovanni án þess að eiga þangað erindi segja íbúarnir í þessu úthverfi Mílanó þar sem Anis Amri, sem ók á mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín, fannst og var skotinn til bana.
Enginn kemur til Sesto San Giovanni án þess að eiga þangað erindi segja íbúarnir í þessu úthverfi Mílanó þar sem Anis Amri, sem ók á mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín, fannst og var skotinn til bana.
Enginn kemur til Sesto San Giovanni án þess að eiga þangað erindi segja íbúarnir í þessu úthverfi Mílanó þar sem Anis Amri, sem ók á mannfjöldann á jólamarkaðnum í Berlín, fannst og var skotinn til bana.
Því spyrja Ítalir sig, hvað í ósköpunum var þessi eftirlýsti maður að gera þar?
Amri var 24 ára og fæddur í Túnis. Lögreglan skaut hann til bana í gærmorgun eftir að hafa borið kennsl á hann við hefðbundið eftirlit á lestarstöð í hverfinu. Amri var fyrri til að hleypa af byssu sinni.
Í Sesto San Giovanni búa 80 þúsund manns. Í hverfinu er síðasta stöð lestarinnar um borginnar og þaðan er hægt að taka rútu til Spánar, Marokkó, Albaníu og suðurhluta Ítalíu. Margir útlendingar fara því í gegnum hverfið dag hvern. Því er lögreglan á varðbergi.
„Lögreglan stöðvar mig í hvert sinn sem ég fer út úr rútunni,“ segir Aziz, ungur maður frá Marokkó sem vinnur á Ítalíu. „Á nóttunni er þessi staður eins og eyðimörk og því er ekki skrítið að sé fólk eitt á ferð komi lögreglan auðveldlega auga á það.“
Talið er að Amri hafi komið til Ítalíu með lest frá suðausturhluta Frakklands. Hann er sagður hafa stoppað í þrjár klukkustundir í Turin og er lögreglan nú að fara í gegnum upptökur eftirlitsmyndavéla til að reyna að kortleggja ferðir hans frekar og komast þannig að því hvort hann hafi átt sér samverkamenn.
Hingað til hefur sú leit ekki borið árangur. Hann sést hvergi nota síma eftir komu sína til Ítalíu. Hann var ekki heldur með síma á sér þegar hann var skotinn í til bana.
Frá Turin fór hann til Mílanó en þangað kom hann aðfararnótt föstudags. Hann hélt beinustu leið til Sesto San Giovanni-hverfisins.
En hvert var erindið? Ætlaði hann að hitta samverkamenn þar? Ætlaði hann að reyna að kaupa sér ný, fölsuð skilríki svo hann kæmist frá Evrópu? Eða ætlaði hann að gera árás á Ítalíu en þar dvaldi hann í fjögur ár í fangelsi eftir að hafa kveikt í skóla árið 2011.
Lögreglan hefur enn ekki fundið svörin. Reyndar telur hún nú líklegast, að því er fram kemur í frétt á vef CNN að hann hafi verið einn á flótta. Hann var með litla peninga á sér og virðist því hafa flúið með hraði og án undirbúnings. Hann var símalaus, án skilríkja en með rakvél og tannbursta í bakpokanum sínum. Þá klæddist hann tvennum buxum.
Engin tengsl hafa fundist milli Amri og íbúa í hverfinu.
Ítalía hefur aldrei orðið fyrir árás íslamskra öfgamanna, s.s. samtaka á borð við Ríki íslams. Því hefur mörgum Ítölum brugðið við að fá þær fréttir að Amri hafi fundist í landinu.