Sendi frænda sínum peninga

Árás í Berlín | 24. desember 2016

Sendi frænda sínum peninga

Lögreglan í Túnis hefur handtekið þrjá menn, m.a. frænda Anis Amri, árásarmannsins í Berlín, í tengslum við málið. Hinir tveir mennirnir tengjast Amri einnig og eru sagðir tilheyra hryðjuverkahópi. 

Sendi frænda sínum peninga

Árás í Berlín | 24. desember 2016

Walid Amri heldur á mynd af bróður sínum, Anis, sem …
Walid Amri heldur á mynd af bróður sínum, Anis, sem grunaður er um árásina í Berlín. Við hlið hans stendur móðir mannanna. Þau búa í Túnis. AFP

Lögreglan í Túnis hefur handtekið þrjá menn, m.a. frænda Anis Amri, árásarmannsins í Berlín, í tengslum við málið. Hinir tveir mennirnir tengjast Amri einnig og eru sagðir tilheyra hryðjuverkahópi. 

Lögreglan í Túnis hefur handtekið þrjá menn, m.a. frænda Anis Amri, árásarmannsins í Berlín, í tengslum við málið. Hinir tveir mennirnir tengjast Amri einnig og eru sagðir tilheyra hryðjuverkahópi. 

Amri ók vörubíl inn í mannfjölda á jólamarkaði í Berlín í vikunni. Hann var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í gær. 

Mennirnir þrír eru á aldrinum 18-27 ára. Þeir voru handteknir í gær og sagðir tilheyra hryðjuverkahópi. 

Innanríkisráðherra Túnis segir að Amri hafi sent frænda sínum peninga og hvatt hann til að ganga til liðs við vígasveitir Ríkis íslams. Frændinn er systursonur Amri. Hann hefur þegar játað að hafa verið í sambandi við frænda sinn á netinu.

Frændinn segir að Amri hafi sent sér peninga svo hann gæti komið til Þýskalands. Þá segir lögreglan að frændinn hafi fullyrt að Amri hafi verið leiðtogi hryðjuverkahóps í Þýskalandi sem kallar sig Abu al-Walaa.

Amri var 24 ára. Hann er grunaður um að hafa stolið flutningabíl og notað hann til að aka inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín á mánudag. Tólf létust. Ríki íslams lýsti í kjölfarið yfir ábyrgð á árásinni.

Amri var skotinn til bana í Mílanó í fyrrinótt. Hann hafði dregið upp byssu og skotið á tvo ítalska lögreglumenn sem stöðvuðu hann við hefðbundið eftirlit í úthverfi borgarinnar. Annar lögreglumaðurinn særðist lítillega. 

mbl.is