Örmagnaðist skyndilega við köfunina

Silfra | 29. desember 2016

Örmagnaðist skyndilega við köfunina

Betur fór en á horfðist þegar kona missti meðvitund við köfun í Silfru fyrr í vikunni. Þetta segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Örmagnaðist skyndilega við köfunina

Silfra | 29. desember 2016

Kafarar búa sig undir að stökkva ofan í Silfru. Mynd …
Kafarar búa sig undir að stökkva ofan í Silfru. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Betur fór en á horfðist þegar kona missti meðvitund við köfun í Silfru fyrr í vikunni. Þetta segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Betur fór en á horfðist þegar kona missti meðvitund við köfun í Silfru fyrr í vikunni. Þetta segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

„Hún er dregin þarna upp, rænulaus, og endurlífguð að mér skilst,“ segir Elís, en konan, sem er erlend og um fertugt, var við köfun í gjánni á þriðjudag ásamt eiginmanni sínum, þegar slysið átti sér stað.

Frétt mbl.is: Köfunarslys í Silfru

„Svo virðist sem henni hafi ekki verið meint af þessu, þegar upp er staðið. Alltaf getur eitthvað komið í ljós síðar, en þetta virðist hafa sloppið vel.“

Lögreglan á Suðurlandi hóf rannsókn á slysinu samdægurs, og lagði hald á köfunarbúnað sem konan notaðist við. Þá hefur konan verið yfirheyrð ásamt öðrum þeim sem voru að kafa á sama tíma, og fyrirtækisins sem hefur umsjón með köfuninni.

Kafað í Silfru. Mynd úr safni.
Kafað í Silfru. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Hífðu hana upp á þurrt land

„Hún kann enga eina skýringu á því sem gerðist,“ segir Elís. Konan mun vera vanur kafari þó hún hafi ekki áður kafað í jafn köldu vatni.

„Hún er að kafa, og örmagnast skyndilega, að hennar sögn. Þá líður yfir hana.“

Starfsmenn fyrirtækisins hífðu hana þá upp úr vatninu og á þurrt land.

„Öryggisnetið, sem þeir eru með í þessari ferð, leiðir til þess að henni er bjargað.“

Elís segir að lögreglan sjái um eitt til tvö alvarleg atvik í Silfru á ári hverju. Ekki megi líta framhjá þeim fjölda ferðamanna sem þarna kafar, þó auðvitað megi alltaf gera betur.

Brosað eftir vel heppnaða köfunarferð á Þingvöllum. Köfun í Silfru …
Brosað eftir vel heppnaða köfunarferð á Þingvöllum. Köfun í Silfru nýtur gífurlegra vinsælda. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Vilja ekki opna fleiri gjár

Rúm­lega tutt­ugu þúsund manns köfuðu í Silfru á síðasta ári. Aðsókn­in hefur verið sögð nálg­ast ör­ygg­is­mörk, þó sam­starf þjóðgarðs við ferðaþjón­ustu- og köf­un­ar­fyr­ir­tæki hafi gengið vel. Óskað hef­ur verið eft­ir því að fleiri gjár verði opnaðar til að dreifa álag­inu, en þjóðgarðsnefnd hef­ur alltaf hafnað slík­um beiðnum.

Greint var í gær frá því að átta slys hefðu orðið í Silfru á síðustu sjö árum. Þar af hafa þrír kafar­ar lát­ist, tveir er­lend­ir og einn Íslend­ing­ur. Ólaf­ur Örn Har­alds­son, þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um, sagði þá að herða þurfi eft­ir­lit til að tryggja að regl­um sé fylgt.

Frétt mbl.is: Átta slys í Silfru á síðustu sjö árum

mbl.is