Felipe Massa hafði vart hætti keppni í formúlu-1 er hann var orðaður við endurkomu vegna hvarfs Nico Rosberg hjá Mercedes úr keppni. Massa birti í gær af sér mynd á spjallsíðu sinni sem spurt er hvort sé fyrirboði endurkomu.
Felipe Massa hafði vart hætti keppni í formúlu-1 er hann var orðaður við endurkomu vegna hvarfs Nico Rosberg hjá Mercedes úr keppni. Massa birti í gær af sér mynd á spjallsíðu sinni sem spurt er hvort sé fyrirboði endurkomu.
Felipe Massa hafði vart hætti keppni í formúlu-1 er hann var orðaður við endurkomu vegna hvarfs Nico Rosberg hjá Mercedes úr keppni. Massa birti í gær af sér mynd á spjallsíðu sinni sem spurt er hvort sé fyrirboði endurkomu.
Massa ók síðustu árin fyrir Williams og þykir liggja í loftinu að hann snúi þangað aftur þar sem mestar líkur þykja nú á því að Williamsliðið verði við óskum Mercedes um að fá Valtteri Bottas í sínar raðir.
Vegna alls þessa hefur Massa haldið sér í góðri æfingu frá vertíðarlokum. Tók hann á því í líkamsræktarstöð í heimaborg sinni, Sao Paulo í Brasilíu, í gær.
„Tók þrælerfiða æfingu í dag og því tilbúinn fyrir steikurnar annað kvöld,“ sagði í texta með myndinni.