Wehrlein til Sauber

Formúla-1/Sauber | 3. janúar 2017

Wehrlein til Sauber

Þróunarökumaður Mercedes, Pascal Wehrlein, hefur samið um að keppa fyrir Sauber á komandi keppnistíð, við hlið Marcus Ericsson.

Wehrlein til Sauber

Formúla-1/Sauber | 3. janúar 2017

Pascal Wehrlein hjá Manor hugsi í Suzuka.
Pascal Wehrlein hjá Manor hugsi í Suzuka. AFP

Þróunarökumaður Mercedes, Pascal Wehrlein, hefur samið um að keppa fyrir Sauber á komandi keppnistíð, við hlið Marcus Ericsson.

Þróunarökumaður Mercedes, Pascal Wehrlein, hefur samið um að keppa fyrir Sauber á komandi keppnistíð, við hlið Marcus Ericsson.

Þetta þykir ýta enn frekari stoðum undir þrálátan orðróm þess efnis, að Valtteri Bottas komi í stað Nico Rosberg hjá Mercedes. Þeir Wehrlein hafa þótt standa því næst, en búast má við formlegrri ákvörðun Mercedesliðsins á næstu dögum.

Gangi þetta allt eftir þykir liggja í loftinu að Felipe Massa hætti við að hætta og keppi á ný fyrir Williams í ár.

Einu ófrágengnu keppnissætin í ár - að Mercedessætinu frátöldu - eru tvö sæti hjá Manor. Þrír ökumenn þykja koma sterklegast til greina í þau, Rio Haryanto, Felipe Nasr og Esteban Gutierrez.

Pascal Wehrlein (nær) í rimmu við Carlos Sainz hjá Toro …
Pascal Wehrlein (nær) í rimmu við Carlos Sainz hjá Toro Rosso í Suzuka 2016. AFP
Esteban Ocon (t.h.) hjá Manor tekur fram úr liðsfélaga sínum …
Esteban Ocon (t.h.) hjá Manor tekur fram úr liðsfélaga sínum Pascal Wehrlein í bandaríska kappakstrinum í Austin. AFP
Pascal Wehrlein á ferð á bíl Manor í ítalska kappakstrinum …
Pascal Wehrlein á ferð á bíl Manor í ítalska kappakstrinum í Monza. AFP
Pascal Wehrlein hjá Manor og Romain Grosjean hjá Haas í …
Pascal Wehrlein hjá Manor og Romain Grosjean hjá Haas í brekkunni ofan af spilavítistorginu í Mónakó. AFP
mbl.is