Vekja athygli á fjármálaumsvifum dómara

Al Thani-málið | 9. janúar 2017

Vekja athygli á fjármálaumsvifum dómara

Mannréttindadómstóll Evrópu fékk fyrir helgi í hendur upplýsingar um fjármálaumsvif dómara við Hæstarétt Íslands á árunum fyrir bankahrunið haustið 2008 en upplýsingarnar voru sendar af lögmönnum Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns og þriggja fyrrverandi stjórnenda Kaupþings banka, Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar, en þeir voru allir dæmdir í Hæstarétti í febrúar 2015 í svonefndu Al-Thani-máli.

Vekja athygli á fjármálaumsvifum dómara

Al Thani-málið | 9. janúar 2017

Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður.
Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mannréttindadómstóll Evrópu fékk fyrir helgi í hendur upplýsingar um fjármálaumsvif dómara við Hæstarétt Íslands á árunum fyrir bankahrunið haustið 2008 en upplýsingarnar voru sendar af lögmönnum Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns og þriggja fyrrverandi stjórnenda Kaupþings banka, Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar, en þeir voru allir dæmdir í Hæstarétti í febrúar 2015 í svonefndu Al-Thani-máli.

Mannréttindadómstóll Evrópu fékk fyrir helgi í hendur upplýsingar um fjármálaumsvif dómara við Hæstarétt Íslands á árunum fyrir bankahrunið haustið 2008 en upplýsingarnar voru sendar af lögmönnum Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns og þriggja fyrrverandi stjórnenda Kaupþings banka, Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar, en þeir voru allir dæmdir í Hæstarétti í febrúar 2015 í svonefndu Al-Thani-máli.

Hinir dæmdu vísuðu málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu í kjölfar dóms Hæstaréttar á þeim forsendum að sakborningar hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð. Þar á meðal vegna vanhæfni dómara. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í fjölmiðlum hér á landi í lok síðasta árs. Fram kemur í bréfi lögmanna að Hæstiréttur hafi sýnt dómgreindarleysi við mat á hugsanlegum hagsmunaárekstrum í dómsmálum á hendur fyrrverandi stjórnendum stóru viðskiptabankanna þriggja. Tekist hefði verið á um meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik í öllum málinum og málin því tengd innbyrðis.

Fjölmiðlaumfjöllunin hafi leitt í ljós að sumir dómarar í Hæstarétti í þessum málum hefðu haft persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna bankanna í aðdraganda falls þeirra árið 2008 og í sumum tilvikum umtalsverðra hagsmuna. Tekið er fram í bréfinu til Mannréttindadómstólsins að beðið sé eftir frekari upplýsingum sem varði hæfi dómara. Meðal annars frá opinberum aðilum. Bæði Hæstarétti og nefnd um dómarastörf hafi verið send erindi þar sem óskað sé eftir ítarlegum upplýsingum um hagsmunatengsl dómara. Þá bæði þeirra sem komu að Al-Thani-málinu fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.

mbl.is