Felicia Sanders, móðir eins fórnarlamba fjöldamorðingans Dylann Roof, sagðist í morgun vera búin að fyrirgefa Roof.
Felicia Sanders, móðir eins fórnarlamba fjöldamorðingans Dylann Roof, sagðist í morgun vera búin að fyrirgefa Roof.
Felicia Sanders, móðir eins fórnarlamba fjöldamorðingans Dylann Roof, sagðist í morgun vera búin að fyrirgefa Roof.
„Ég fyrirgef þér. Þetta er það auðveldasta sem ég hef gert. Þú getur hins vegar ekki hjálpað einhverjum sem vill ekki láta hjálpa sér,“ sagði hún við morðingja sonar síns, Tywanza Sanders, þegar réttað var yfir honum í dag.
Kviðdómurinn, tólf manns, var sammála í niðurstöðu sinni – Roof verður tekinn af lífi en hann skaut níu svarta kirkjugesti til bana í messu í miðborg Charleston í Suður-Karólínu í júní 2015. Hann var dæmdur fyrir 33 ákæruliði í síðasta mánuði, þar á meðal hatursglæp sem leiddi til dauða fólks.
Frétt mbl.is: Bosti lítillega við dómsuppkvaðningu
„Þú tókst barnið mitt frá mér og síðan 17. júní hef ég fengið að kynnast þér,“ sagði Sanders enn fremur fyrr í dag. „Ég hef fengið að kynnast þér vegna þess að þú ert inni í hausnum á mér alla daga.“
Hún útskýrði að hún gæti ekki lokað augunum til að biðja vegna þess að hún vilji halda þeim opnum til að sjá fólkið í kringum sig.
Faðir Tywanza, Tyrone Sanders, bað Roof um að líta á sig. „Horfðu á alla í þessu herbergi. Hvert og eitt okkar er sérstakt en við erum öll manneskjur,“ sagði Sanders og bað að því loknu Roof um að loka augunum:
„Ég vil að þú lokir augunum fyrst þú vilt ekki horfa á mig. Ég vil að þú horfir til hægri. Síðan skaltu horfa til vinstri. Þarna er manneskja. Ég skil ekki af hverju þú vildir ráðast á svart fólk í kirkjunni. Það er hins vegar ljóst að þú þarft að fá að vera með skapara þínum,“ bætti Sanders við.