Málflutningur í SPRON-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag, en í málinu voru stjórn og sparisjóðsstjóri SPRON ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða lánveitingar til félagsins Exista í lok september 2008. Í héraðsdómi voru allir hinir ákærðu aftur á móti sýknaðir þegar dæmt var í málinu í júní árið 2015.
Málflutningur í SPRON-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag, en í málinu voru stjórn og sparisjóðsstjóri SPRON ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða lánveitingar til félagsins Exista í lok september 2008. Í héraðsdómi voru allir hinir ákærðu aftur á móti sýknaðir þegar dæmt var í málinu í júní árið 2015.
Málflutningur í SPRON-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag, en í málinu voru stjórn og sparisjóðsstjóri SPRON ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða lánveitingar til félagsins Exista í lok september 2008. Í héraðsdómi voru allir hinir ákærðu aftur á móti sýknaðir þegar dæmt var í málinu í júní árið 2015.
Þau sem voru ákærð í málinu voru fyrrverandi stjórnarmennirnir, þau Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist, sem og fyrrverandi sparissjóðsstjóri SPRON, Guðmundur Örn Hauksson.
Í dómi héraðsdóms sagði að ekkert benti til þess að stjórnarmennirnir hefðu látið hjá líða að afla upplýsinga um greiðslugetu eða eignastöðu félagsins við lánveitinguna eins og saksóknari hélt fram.
Sérstakur saksóknari taldi aftur á móti að hin ákærðu hefðu misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með lánveitingunni sem var samþykkt á fundi stjórnar sparisjóðsins 30. september 2008. Var lánið veitt sem peningamarkaðslán án trygginga og án þess að mat væri lagt á greiðslugetu og eignastöðu Exista í samræmi við útlánareglur.