Verulega frábrugðið öðrum málum

SPRON-málið | 11. janúar 2017

„Verulega frábrugðið öðrum umboðssvikamálum“

Ekki er hægt að líkja málsatriðum í SPRON-málinu svokallaða við önnur hrunmál þar sem bæði tilurð lánveitingarinnar sem ákært er fyrir og meint lánsáhætta eru allt annars eðlis en í þeim málum sem hefur verið sakfellt í hingað til. Þetta kom fram í málflutningi verjenda í málinu fyrir Hæstarétti í dag. Ákæruvaldið fer aftur á móti fram á sakfellingu og segir stjórn sparisjóðsins hafa misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir hlutverk sitt með 2 milljarða lánveitingu til Exista 30. september 2008, degi eftir að Glitnir var þjóðnýttur.

„Verulega frábrugðið öðrum umboðssvikamálum“

SPRON-málið | 11. janúar 2017

SPRON-málið var flutt í Hæstarétti í dag. Saksóknari og verjandi …
SPRON-málið var flutt í Hæstarétti í dag. Saksóknari og verjandi Rannveigar Rist áður en dómþing hófst í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er hægt að líkja málsatriðum í SPRON-málinu svokallaða við önnur hrunmál þar sem bæði tilurð lánveitingarinnar sem ákært er fyrir og meint lánsáhætta eru allt annars eðlis en í þeim málum sem hefur verið sakfellt í hingað til. Þetta kom fram í málflutningi verjenda í málinu fyrir Hæstarétti í dag. Ákæruvaldið fer aftur á móti fram á sakfellingu og segir stjórn sparisjóðsins hafa misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir hlutverk sitt með 2 milljarða lánveitingu til Exista 30. september 2008, degi eftir að Glitnir var þjóðnýttur.

Ekki er hægt að líkja málsatriðum í SPRON-málinu svokallaða við önnur hrunmál þar sem bæði tilurð lánveitingarinnar sem ákært er fyrir og meint lánsáhætta eru allt annars eðlis en í þeim málum sem hefur verið sakfellt í hingað til. Þetta kom fram í málflutningi verjenda í málinu fyrir Hæstarétti í dag. Ákæruvaldið fer aftur á móti fram á sakfellingu og segir stjórn sparisjóðsins hafa misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir hlutverk sitt með 2 milljarða lánveitingu til Exista 30. september 2008, degi eftir að Glitnir var þjóðnýttur.

Þau sem voru ákærð í mál­inu voru fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn­irn­ir þau Ari Berg­mann Ein­ars­son, Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Rann­veig Rist, sem og fyrr­ver­andi spar­is­sjóðsstjóri SPRON, Guðmund­ur Örn Hauks­son. Voru þau öll sýknuð í héraðsdómi árið 2015.

Í dómi héraðsdóms sagði að ekk­ert benti til þess að stjórn­ar­menn­irn­ir hefðu látið hjá líða að afla upp­lýs­inga um greiðslu­getu eða eigna­stöðu fé­lags­ins við lán­veit­ing­una eins og sak­sókn­ari hélt fram.

Ekkert greiðslumat né veð fyrir 2 milljarða láni

Saksóknari vísaði í dag til þess að hin ákærðu hefðu ekki horft til mikils óróa á fjármálamörkuðum, frétta um verulega lausafjárþurrð og að hlutabréfamarkaðir væru í uppnámi þegar þau tóku ákvörðun um að heimila peningamarkaðslán til Exista. Vísaði saksóknari í fréttir á forsíðu Morgunblaðsins þennan sama dag þar sem meðal annars komu fram fyrirsagnirnar „fallvaltir fjármálarisar“ og „úrvalsvísitalan hefur aldrei lækkað meira“.

Lagði saksóknari mikið upp úr því að hér hafi verið um stórt lán að ræða fyrir SPRON og að ekki hafi verið gert neitt mat á greiðsluhæfi Exista áður en lánið var veitt. Þá hafi heldur ekki verið tekið neitt veð. „Ef staða Exista var jafngóð og menn hafa haldið fram, af hverju voru þá ekki tekin veð?“ spurði hann í ræðu sinni. Þá vísaði hann til þess að þótt lánareglur gerðu ráð fyrir að hægt væri að veita lán án trygginga þá væru strangar hömlur á því og að aðstæður þyrftu að vera til staðar þannig að ekki skapaðist veruleg fjártjónshætta fyrir sjóðinn. Sagði saksóknari að stjórnin hefði ekki fylgt þessu og því hefði mikið fé tapast.

Lánsformið misnotað á árunum fyrir hrun

Saksóknari sagði peningamarkaðslán vera lánsform sem hefði verið misnotað á árunum fyrir hrun. Þetta væru lán sem væru hugsuð í lánsstýringu milli fjármálafyrirtækja til skamms tíma eða mjög stöndugra fyrirtækja en ekki sem almenn lán. Ítrekaði hann að þótt venja hefði skapast um þetta lánaform fyrir hrun skipti það ekki máli við ákvörðun dómara í málinu. Þá sagði hann að ekki væri hægt að fallast á að Exista hefði verið mjög stöndugt fyrirtæki á þessum tíma. Þannig hefði það misst helming markaðsvirðis frá upphafi ársins og verið í erfiðleikum allt árið.

Stöndugt félag með eigið fé á milli 200 og 300 milljarða

Verjendur ákærðu voru ekki sammála þessari framsetningu saksóknara og sagði verjandi Rannveigar að saksóknari hefði bara bent á stöðu hlutabréfa Exista, en ekki á raunverulega stöðu félagsins. Þannig hefði stuttu fyrir fund stjórnarinnar árshlutauppgjör verið birt, en þar kom fram nokkuð góð staða. Eigið fé félagsins hefði verið á milli 200 og 300 milljarðar og eiginfjárhlutfallið um 37%. Þá væri handbært fé um 38 milljarðar og laust fé til að mæta skuldbindingum í 76 vikur. Benti verjandinn einnig á að lánsfjárhæðin hefði aðeins verið um 0,34% af skuldum félagsins og 0,7% af eigin fé þess.

Frá Hæstarétti í morgun.
Frá Hæstarétti í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Sagði verjandinn að lánið hefði verið til aðeins 30 daga og miðað við þessar upplýsingar hefði ekkert bent til þess að stjórnarmönnum SPRON ætti að vera ljóst hvert gæti stefnt. Ríkið hefði nýlega þjóðnýtt Glitni og þá hefði einnig verið tilkynnt um Al thani-viðskiptin. Menn hefðu því haft góða trú á Kaupþingi, en það var ein helsta eign Exista og fall bankans varð til þess að félagið varð ógjaldfært.

Algjörlega ólíkt öðrum umboðssvikamálum

Verjendur Jóhanns og Margrétar minntust báðir á að þetta mál væri algjörlega ólíkt öðrum málum sem dæmt hefur verið í Hæstarétti fyrir umboðssvik í kjölfar fjármálahrunsins. Sagði verjandi Jóhanns að öfugt við t.d. Ímon-mál Landsbankans væri í þessu máli ekki verið að lána til félags sem væri eignalaust eða með neikvæða eiginfjárstöðu. Þá sagði verjandi Margrétar að öfugt við Milestone- og Exeter-málin væri enginn auðgunarásetningur til staðar fyrir þá sem tóku ákvörðunina í stjórn. Sagði hann að Margrét hefði meðal annars komið sem óháður stjórnandi inn í stjórn sparisjóðsins. Þá taldi hann saksóknara ekki hafa sýnt fram á neinn ásetning og það væri grundvöllur þess að dæmt væri fyrir umboðssvik.

Verjandi Margrétar sagði eina mögulega ávinninginn sem saksóknari hefði sett fram væri að tryggingafélagið VÍS hefði með þessum viðskiptum komið 2 milljarða áhættu yfir á SPRON, en vísað hafði verið til þess að VÍS hefði lánað SPRON sömu upphæð og SPRON lánaði Exista. Þannig hefði lánið til Exista í raun verið skuggafjármagnað. Þessi meinti ávinningur og ásetningur gengi hins vegar ekki upp í þessu máli þar sem Margrét hefði aldrei vitað af aðkomu VÍS og þannig væri auðgunarásetningur málsins haldlaus.

Fór verjandinn jafnframt yfir stærðarhlutföll lánveitingarinnar í tilfelli Exista, líkt og verjandi Rannveigar. Sagði hann að lánið væri eins og 700 þúsund króna lán til 30 daga hjá félagi sem væri með 14 milljónir inni á bankareikningi og ætti 100 milljónir í eigið fé og með laust fé til að standast skuldbindingar næsta árið. Miðað við þetta væri það af og frá að ætla að stjórnin hefði átt að sjá fyrir að lánið myndi ekki innheimtast frá Exista, sem hefði oft áður fengið álíka lán með sama lánafyrirkomulagi og alltaf staðið skil á þeim.

Rangt að ekkert hafi fengist upp í kröfur

Gerði hann jafnframt athugasemdir við að ekkert hefði fengist upp í kröfur og sagði að fyrir þessa 2 milljarða hefðu fengist 300 milljónir úr nauðasamningum frá Klakka. Þá hefði Klakki greitt 930 milljónir til Seðlabankans í sáttargreiðslur vegna VÍS og eignasafn Seðlabankans hefði selt sinn hlut í Klakka fyrir um 500 milljónir. Taldist verjandanum því til að endurheimtur væru á bilinu 1,4 til 1,8 milljarðar og því hafi „umtalsverðar fjárhæðir fengist upp í kröfur“.

Í andsvörum ítrekaði saksóknari að dómafordæmi væru fyrir því að umboðssvik væru ekki aðeins skilgreind sem slík þegar umboð væri brotið, heldur einnig þegar aðstaða væri misnotuð og það ætti við í þessu tilfelli. Verjandi Rannveigar sagði þó ekki líku saman að jafna og í málum sem slíkt hefði verið dæmt. Ítrekaði hann á ný að Exista hefði verið með tæplega 300 milljarða í eigið fé á meðan þau félög sem saksóknari væri að vísa til hefðu verið með litla eða neikvæða eiginfjárstöðu. „Þetta er verulega frábrugðið öðrum umboðssvikamálum,“ sagði verjandinn og bætti við: „Það sér hver maður að þessu verður ekki líkt saman.“

mbl.is