Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir var full af bjartsýni og baráttuvilja þegar hún hóf Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins.
Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir var full af bjartsýni og baráttuvilja þegar hún hóf Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins.
Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir var full af bjartsýni og baráttuvilja þegar hún hóf Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins.
Til að byrja með gekk allt vel, hún var dugleg að mæta á æfingar og borða hollt en svo fór heilsuferðalagið að verða erfiðara. Jóhanna Lúvísa tók stóra ákvörðun og það var að hætta að reykja. Til þess að ná því markmiði sínu reyndist henni ennþá erfiðara að hafa mataræðið í lagi. Hún varð slöpp sem gerði það að verkum að hún gat ekki mætt nægilega vel á æfingar.
Þrátt fyrir að Lífsstílsbreytingin hefði mátt ganga betur losaði hún sig við 2,2 kg og missti 23 cm - þar af 8 cm yfir kviðinn. Fituprósentan fór niður um 7,6% en hún var 33,08% og fór niður í 26,42%.
Þótt Jóhanna Lúvísa hefði kannski mátt léttast meira þá náði hún að auka vöðvastyrk svo um munaði og í dag er hún í mun betra formi en þegar hún gekk inn í Sporthúsið í september.
Þegar Jóhanna Lúvísa er spurð út í mataræði sitt á meðan á Lífsstílsbreytingunni stóð andvarpar hún.
„Úff nú fórstu alveg með það, sko á góðum dögum borðaði ég prótein sheik, froosh, banana og hrökkbrauð. Svo bara það sem var í hádegismat í vinnunni hverju sinni ef það var eitthvað sem ég gat borðað. Annars fór fram og keypti mér sallat eða boost,“ segir hún.