Bandarísk stjórnvöld hætta á „meiriháttar styrjöld“ við Kína, ef þau reyna að hindra aðgang Kínverja að eyjum í Suður-Kínahafi. Ef marka má yfirlýsingar Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, ættu báðir aðilar að búa sig undir hernaðarátök.
Bandarísk stjórnvöld hætta á „meiriháttar styrjöld“ við Kína, ef þau reyna að hindra aðgang Kínverja að eyjum í Suður-Kínahafi. Ef marka má yfirlýsingar Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, ættu báðir aðilar að búa sig undir hernaðarátök.
Bandarísk stjórnvöld hætta á „meiriháttar styrjöld“ við Kína, ef þau reyna að hindra aðgang Kínverja að eyjum í Suður-Kínahafi. Ef marka má yfirlýsingar Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, ættu báðir aðilar að búa sig undir hernaðarátök.
Þetta fullyrða kínverskir ríkisfjölmiðlar í dag.
Kína hefur undanfarin ár ráðist í umdeilda uppbyggingu varnarvirkja og gervieyja í hafinu. Rex Tillerson, sá sem Trump hefur tilnefnt í embætti utanríkisráðherra, hefur sagt að „aðgengi Kína að þessum eyjum ... mun ekki verða leyft.“
Kína gerir tilkall til nærri alls svæðisins, gegn andstæðum kröfum fimm nágrannaríkja í Suðaustur-Asíu.
Tillerson gerði ekki nákvæmari grein fyrir því hvernig Bandaríkin myndu hindra aðgang Kína að eyjunum, en sérfræðingar eru sammála um að til þess þyrfti töluverðan hernaðarstyrk, samkvæmt umfjöllun The Guardian.
Tillerson líkti þá umræddum aðgerðum Kína við innlimun Krímskagans í Rússland.
„Það er eins gott að Tillerson lesi sér til um kjarnorkuhernaðaráætlanir, ef hann vill þvinga annað kjarnorkuveldi til að hörfa frá eigin yfirráðasvæðum,“ segir í leiðara Global Times, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum.