Fyrstu skrefin í afnámi Obamacare

Fyrstu skrefin í afnámi Obamacare

Repúblikanar í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings samþykktu í dag og í gær lög sem eru fyrstu skrefin í þá átt að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingarkerfið sem Barack Obama fráfarandi forseti kom á í valdatíð sinni. Þetta er í samræmi við það sem Mitch McConnel, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, sagði í síðasta mánuði, en hann lofaði að afnám kerfisins myndi hefjast í janúar.

Fyrstu skrefin í afnámi Obamacare

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 14. janúar 2017

Barack Obama Bandaríkjaforseti mun yfirgefa Hvíta húsið eftir um viku. …
Barack Obama Bandaríkjaforseti mun yfirgefa Hvíta húsið eftir um viku. Eitt af hans helstu málum var að koma á Obamacare sem repúblikanar virðast ætla að ná að afnema fljótlega. AFP

Repúblikanar í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings samþykktu í dag og í gær lög sem eru fyrstu skrefin í þá átt að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingarkerfið sem Barack Obama fráfarandi forseti kom á í valdatíð sinni. Þetta er í samræmi við það sem Mitch McConnel, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, sagði í síðasta mánuði, en hann lofaði að afnám kerfisins myndi hefjast í janúar.

Repúblikanar í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings samþykktu í dag og í gær lög sem eru fyrstu skrefin í þá átt að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingarkerfið sem Barack Obama fráfarandi forseti kom á í valdatíð sinni. Þetta er í samræmi við það sem Mitch McConnel, leiðtogi öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, sagði í síðasta mánuði, en hann lofaði að afnám kerfisins myndi hefjast í janúar.

Með nýju lögunum sem voru samþykkt verður auðveldara fyrir þingið að afnema heilbrigðistryggingakerfið að fullu og kemur í veg fyrir að fulltrúar Demókrataflokksins geti komið í veg fyrir breytingarnar.

Atkvæðagreiðslan í bæði öldungadeildinni og fulltrúadeildinni var í samræmi við flokkslínur, en repúblikanar greiddu atkvæði með lögunum en demókratar á móti. Aðeins vika er eftir af valdatíð Obama og er atkvæðagreiðslan ákveðið högg fyrir arfleið hans, að því er segir í frétt BBC.

Þingmenn úr báðum flokkum létu þó í ljós áhyggjur sínar af því að ekki væri komin fram nein hugmynd um kerfi í stað þess sem á að afnema. Áður hafði verið haft eftir McConnel að þeir sem nýttu sér kerfið myndu ekki tapa heilbrigðistryggingu sinni og því áfram fá aðgang að heilbrigðiskerfinu.

Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, var ánægður með þau skref sem …
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, var ánægður með þau skref sem voru tekin í vikunni varðandi mögulegt afnám Obamacare. AFP

Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í dag eftir atkvæðagreiðslu þingsins að með þessu væru tekin fyrstu skrefin í að afnema Obamacare. „Við erum nær því að vinna bug á þeim vandamálum sem þessi lög hafa leitt til,“ sagði Ryan.

Obamacare er tryggingakerfi fyrir þær 20 milljónir Bandaríkjamanna sem eru að öðru leyti ótryggðar. 

mbl.is