Trump vill funda með Pútín í Reykjavík

Trump vill funda með Pútín í Reykjavík

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vill funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Reykjavík nokkrum vikum eftir að hann sest á valdastól í Washington. Með þessu vill hann líkja eftir fundi Mikhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan hér á landi árið 1986. Þetta kemur fram á forsíðu breska blaðsins Sunday Times.

Trump vill funda með Pútín í Reykjavík

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 14. janúar 2017

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vill funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Reykjavík nokkrum vikum eftir að hann sest á valdastól í Washington. Með þessu vill hann líkja eftir fundi Mikhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan hér á landi árið 1986. Þetta kemur fram á forsíðu breska blaðsins Sunday Times.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, vill funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Reykjavík nokkrum vikum eftir að hann sest á valdastól í Washington. Með þessu vill hann líkja eftir fundi Mikhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan hér á landi árið 1986. Þetta kemur fram á forsíðu breska blaðsins Sunday Times.

Þar er vísað til þess að starfsmenn Tumps hafi rætt við bresk yfirvöld um að Reykjavík væri fínn staður til að endurræsa samræður milli Rússlands og Bandaríkjanna að nýju. 

Samkvæmt frétt Sunday Times vill Trump ræða við Pútíns um að draga úr kjarnavopnum þjóðanna. Haft er eftir ráðgjafa Trumps að forsetinn vilji hitta Pútíns á stað utan Rússlands og Bandaríkjanna mjög bráðlega og að Reykjavík kæmi þar sterklega til greina. Þá segir einnig að ráðamenn í Rússlandi séu áhugasamir um slíkan fund með Trump.

Uppfært 15. janúar klukkan 08:10

Reuters-fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum úr herbúðum Trumps að fregnir af fyrirhugðum fundi Trumps og Pútíns á Íslandi eigi ekki við rök að styðjast. 

Forsíða Sunday Times sem kemur út núna á morgun.
Forsíða Sunday Times sem kemur út núna á morgun. Mynd/Sunday Times
mbl.is