Engar viðræður um leiðtogafund

Engar viðræður um leiðtogafund

Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda í Kreml, segir að engar viðræður hafi átt sér stað um hugsanlegan leiðtogafund Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladimirs Pútín, forseta Rússlands.

Engar viðræður um leiðtogafund

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 15. janúar 2017

Donald Trump og Vladimir Pútín.
Donald Trump og Vladimir Pútín. AFP

Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda í Kreml, segir að engar viðræður hafi átt sér stað um hugsanlegan leiðtogafund Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladimirs Pútín, forseta Rússlands.

Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda í Kreml, segir að engar viðræður hafi átt sér stað um hugsanlegan leiðtogafund Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladimirs Pútín, forseta Rússlands.

„Í augnablikinu hafa engar viðræður átt sér stað um fund,“ sagði Peskov í samtali við rússnesku fréttastofuna RIA Novosti.

Frétt mbl.is: „Fréttin er fantasía“

Verðandi fjölmiðlafulltrúi Sean Spicer hefur þvertekið fyrir að fundurinn sé fyrirhugaður en samkvæmt frétt Sunday Times var Reykjavík talinn líklegasti fundarstaðurinn. 

Frétt mbl.is: Trump vill funda með Pútín í Reykjavík

Vladimir Putin fyrir utan Kreml.
Vladimir Putin fyrir utan Kreml. AFP
mbl.is