„Fréttin er fantasía“

„Fréttin er fantasía“

„Fréttin er fantasía,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir heimildarmönnum innan herbúða Donald Trump um fregnir þess efnis að forsetinn verðandi hygði á friðarfund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í Reykjavík. Það var Sunday Times sem greindi frá fyrirhuguðum fundi.

„Fréttin er fantasía“

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 15. janúar 2017

Donald Trump og Vladimir Pútín.
Donald Trump og Vladimir Pútín. AFP

„Fréttin er fantasía,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir heimildarmönnum innan herbúða Donald Trump um fregnir þess efnis að forsetinn verðandi hygði á friðarfund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í Reykjavík. Það var Sunday Times sem greindi frá fyrirhuguðum fundi.

„Fréttin er fantasía,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir heimildarmönnum innan herbúða Donald Trump um fregnir þess efnis að forsetinn verðandi hygði á friðarfund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í Reykjavík. Það var Sunday Times sem greindi frá fyrirhuguðum fundi.

Frétt mbl.is: Trump vill funda með Putin í Reykjavík

Samkvæmt frétt Sunday Times greindi Trump breskum ráðamönnum frá því að verið væri að leggja drög að fundi hans og Pútín í Reykjavík.

Trump hefur talað fyrir vinsamlegri samskiptum við Rússa og sagt að ráðamenn í Rússlandi muni öðlast meiri virðingu fyrir Bandaríkjunum þegar hann hefur tekið við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu.

Forsetinn nýkjörni sagði í samtali við Wall Street Journal á föstudag að hann hygðist viðhalda refsiaðgerðum Barack Obama gegn Rússum í einhvern tíma. Hann gaf hins vegar í skyn að hann myndi íhuga að aflétta þeim ef Rússar reyndust hjálplegir í baráttunni gegn Ríki íslam og varðandi önnur markmið Bandaríkjamanna.

Uppfært kl. 09.01:

Verðandi fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, þvertekur fyrir að nokkuð sé til í fregnum af fyrirhuguðum fundi Trump og Pútín í Reykjavík.



mbl.is