Massa snýr aftur

Formúla-1/Williams | 16. janúar 2017

Massa snýr aftur

Felipe Massa hefur snúið aftur til Williamsliðsins eftir afar skammvinnt eftirlaunahlé til að keppa fyrir liðið á komandi vertíð í stað Valtteri Bottas.

Massa snýr aftur

Formúla-1/Williams | 16. janúar 2017

Felipe Massa.
Felipe Massa. AFP

Felipe Massa hefur snúið aftur til Williamsliðsins eftir afar skammvinnt eftirlaunahlé til að keppa fyrir liðið á komandi vertíð í stað Valtteri Bottas.

Felipe Massa hefur snúið aftur til Williamsliðsins eftir afar skammvinnt eftirlaunahlé til að keppa fyrir liðið á komandi vertíð í stað Valtteri Bottas.

Með þessu er kýrljóst sem lengi hefur lifað í loftinu, að Bottas leysi Nico Rosberg af hjá Mercedes. Til þess að svo gæti orðið þurfti Williams að leysa finnska ökumanninn undan samningi hjá sér.

„Ég er afar ánægður með að fá tækifæri til að snúa aftur til Williams,“ sagði Massa í tilefni ráðningarinnar í dag. 

„Það var alltaf ætlunin að keppa eitthvað í ár og Williams er mér hjartfólgið og ég ber virðingu fyrir öllu því sem það reynir að ná úr keppni.

Valtteri hefur fengið stórkostlegt tækifæri í framhaldi af atburðum vetrarins og ég óska honum alls hins besta hjá Mercedes. Þegar mér bauðst tækifærið að leggja baráttu Williamsliðsins fyrir 2017 lið fannst mér rétt að verða við því.

Ég hef ekki tapað tommu af áhuga mínum og löngun fyrir keppni og það er gríðarleg hvatning að snú aftur til að keppa á Williamsbílnum,“ bætir Massa við.

Hann kveðst og hlakka til að starfa með nýjum liðsfélaga, kanadíska nýliðanum Lance Stroll. „Ég hef þekkt hann í nokkur ár og séð framfarir hans á þeim tíma. Það verður gaman að sjá hvað við getum saman afrekað.“

Felipe Massa tekur vítaskot í góðgerðarleik milli liðanna Ousadia og …
Felipe Massa tekur vítaskot í góðgerðarleik milli liðanna Ousadia og Pedalada í Sao Paulo í Brasilíu 22. desember sl. Var hann haldinn í minningu þeirra sem fórust í flugslysi í Kólumbíu 28. nóvember. Flestir leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense fórust þar. AFP
Felipe Massa snýr aftur til keppni í formúlu-1 2017.
Felipe Massa snýr aftur til keppni í formúlu-1 2017.
mbl.is