Kærir Trump fyrir ærumeiðingar

Kærir Trump fyrir ærumeiðingar

Fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþætti Donalds Trump, Apprentice, hefur kært Trump fyrir ærumeiðingar.

Kærir Trump fyrir ærumeiðingar

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 18. janúar 2017

Summer Zervos.
Summer Zervos. AFP

Fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþætti Donalds Trump, Apprentice, hefur kært Trump fyrir ærumeiðingar.

Fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþætti Donalds Trump, Apprentice, hefur kært Trump fyrir ærumeiðingar.

Nokkrar konur stigu fram í október og sökuðu Trump, sem þá var í framboði til forseta Bandaríkjanna, um kynferðislega áreitni. Ein þeirra, Summer Zervos, sakaði Trump um að hafa farið með sig í ein­býl­is­hús í Los Ang­eles árið 2007, í stað þess að funda með sér um at­vinnu­til­boð á hót­eli í Bever­ly Hills, þar sem hann hefði káfað á henni og kysst hana gegn henn­ar vilja.

Kosn­inga­skrif­stofa Trumps sendi frá sér til­kynn­ingu í kjölfarið þess efn­is að Trump myndi varla eft­ir Zervos í App­rentice og að ásökunum hennar væri hafnað. Zervos segir að Trump hafi logið að þjóð sinni um framferði sitt í málinu en Zervos greindi frá málshöfðuninni á blaðamannafundi í gær.

mbl.is