Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu svonefnda. Málsvarnarlaun þeirra greiðast úr ríkissjóði en þau hlaupa samtals á nokkrum milljónum króna.
Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu svonefnda. Málsvarnarlaun þeirra greiðast úr ríkissjóði en þau hlaupa samtals á nokkrum milljónum króna.
Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu svonefnda. Málsvarnarlaun þeirra greiðast úr ríkissjóði en þau hlaupa samtals á nokkrum milljónum króna.
Fjórir fyrrverandi stjórnarmenn SPRON, þau Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist, sem og fyrrverandi sparissjóðstjóri SPRON, Guðmundur Örn Hauksson, voru ákærðir í málinu fyrir umboðssvik. Voru þau ákærð fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga.
Í ákærunni var byggt á 2 milljarða króna peningamarkaðsláni sem stjórn SPRON samþykkti á stjórnarfundi 30. september 2008 að veita Exista án trygginga og án þess að lagt væri mat á greiðslugetu og eignastöðu félagsins í samræmi við útlánareglur. Lánið var framlengt fjórum sinnum í kjölfarið. 1,3 milljarðar voru greiddir til baka af því. Taldi saksóknari um stórfelld brot að ræða.
Í dómi héraðsdóms kemur fram að í ákæru sérstaks saksóknara hafi ekki komið fram hvers vegna ákærðu í málinu hafi verið óheimilt að veita Existu hf. peningamarkaðslán án trygginga. Segir enn fremur að skilja hafi mátt ákæruna svo að útlánareglur SPRON hafi fortakslaust bannað slík lán.
Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þótt fallist verði á að ákærðu hafi, sem stjórnarmönnum og forstjóra, borið að hafa yfirsýn yfir þann lausafjárvanda sem sparisjóðurinn glímdi við haustið 2008 verði „ákæran ekki skilin á þá leið að ákærðu sé gefið að sök að hafa rýrt lausafjárstöðu sparisjóðsins óhóflega þegar þau samþykktu téða lánveitingu.“ Þetta atriði geti því einungis komið til skoðunar að því marki sem það hafi þýðingu við mat á þeirri háttsemi sem ákærðu er gefin að sök, svo sem hvort umrædd staða sparisjóðsins hafi gefið tilefni til þess að óska eftir sérstakri tryggingu fyrir endurgreiðslu lánsins.
Ekkert hafi komið fram í málinu sem styðji það ákæruatriði að hinir ákærðu stjórnarmenn hafi látið hjá líða að afla upplýsinga um greiðslugetu og eignastöðu Exista, eða kynna sér slíkar upplýsingar. Þvert á móti virðist hið gagnstæða vera rétt og stjórnin „hafi byggt ákvörðun sína á nýjustu upplýsingum um félagið sem tiltækar voru,“ segir í dóminum.