90 manns handteknir vegna Trump mótmæla

90 manns handteknir vegna Trump mótmæla

Til átaka kom á ný í Washington milli lögreglu og mótmælenda eftir að Donald Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna í dag. Á milli 400-500 mótmælendur köstuðu hlutum í óeirðalögreglu í næsta nágrenni við skrúðgöngu sem haldin er til heiðurs nýja forsetanum.

90 manns handteknir vegna Trump mótmæla

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 20. janúar 2017

Mótmælendur í Washington kveiktu m.a. elda til að mótmæla innsetningu …
Mótmælendur í Washington kveiktu m.a. elda til að mótmæla innsetningu Donald Trump í embætti forseta. AFP

Til átaka kom á ný í Washington milli lögreglu og mótmælenda eftir að Donald Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna í dag. Á milli 400-500 mótmælendur köstuðu hlutum í óeirðalögreglu í næsta nágrenni við skrúðgöngu sem haldin er til heiðurs nýja forsetanum.

Til átaka kom á ný í Washington milli lögreglu og mótmælenda eftir að Donald Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna í dag. Á milli 400-500 mótmælendur köstuðu hlutum í óeirðalögreglu í næsta nágrenni við skrúðgöngu sem haldin er til heiðurs nýja forsetanum.

Lögregla beitti táragasi á mótmælendur og þá greindi fréttastofa NBC fyrir skemmstu frá því að leiftursprengjum hefði verið beitt.  Er þetta í annað skipti í dag sem kemur til átaka í Washington milli mótmælenda og lögreglu vegna nýja forsetans.

AFP-fréttastofan hefur eftir lögregluyfirvöldum í Washington að rúmlega 90 manns hafi verið handteknir vegna skemmdarverka tengdum mótmælunum, sem hefðu að öðru leyti að mestu farið friðsamlega fram.

„Við höfum handtekið í kringum 95 manns,“ sagði Sean Conboy, talsmaður lögregluyfirvalda í Washington, og kvað handtökurnar vera vegna skemmdarverka og eignaspjalla.

Þá slösuðust tveir lögreglumenn í átökum við mótmælendur, en meiðsl þeirra eru ekki sögð vera alvarleg.

Víða í Evrópu komu fólk einnig saman til að mótmæla innsetningu Trump. Um 500 manns komu saman við bandaríska sendiráðið í London og voru mótmælendur með skilti þar sem Bandaríkjamenn voru hvattir til að losa sig við Trump. Nokkur hundruð manns komu saman í Berlín og samtvinnuðu þar mótmæli gegn Trump og mótmælum gegn hægri öfgaflokkinum AfD.

Þá tóku um þúsund manns þátt í mótmælagöngunni „stöðvum hatrið“ í Amsterdam þar sem gengið var að bandaríska sendiráðinu.

mbl.is