Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og Michelle Obama, eiginkona hans yfirgáfu innsetningarathöfn Donald Trumps sem 45. forseti Bandaríkjanna með herþyrlu sem flutti þau á Andrews herstöð flughersins. Obama tók þó áður í hönd Trump og Melaniu eiginkonu hans og þakkaði öryggisstarfsfólki sínu. Frá Andrews herstöðinni halda forsetahjónin fyrrverandi með flugvél til Kaliforníu í frí.
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og Michelle Obama, eiginkona hans yfirgáfu innsetningarathöfn Donald Trumps sem 45. forseti Bandaríkjanna með herþyrlu sem flutti þau á Andrews herstöð flughersins. Obama tók þó áður í hönd Trump og Melaniu eiginkonu hans og þakkaði öryggisstarfsfólki sínu. Frá Andrews herstöðinni halda forsetahjónin fyrrverandi með flugvél til Kaliforníu í frí.
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og Michelle Obama, eiginkona hans yfirgáfu innsetningarathöfn Donald Trumps sem 45. forseti Bandaríkjanna með herþyrlu sem flutti þau á Andrews herstöð flughersins. Obama tók þó áður í hönd Trump og Melaniu eiginkonu hans og þakkaði öryggisstarfsfólki sínu. Frá Andrews herstöðinni halda forsetahjónin fyrrverandi með flugvél til Kaliforníu í frí.
Fréttavefur LA Times segir Obama hjónin vera á leið á Sunnylands dvalarleyfisstaðinn í Rancho Mirage, þar sem forsetinn fyrrverandi hefur nokkrum sinnum farið í frí og leikið golf, auk þess sem hann hefur tekið á móti nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum þar á sl. átta árum.
Fjöldi stuðningsmanna beið eftir þeim hjónum í herstöðinni og flutti Obama stutta ræðu við það tilefni.
„Þegar við hófum þessa vegferð, þá gerðum við það full trú á bandarísku þjóðina, getu hennar og getu okkar til að koma saman og breyta þessari þjóð,“ hefur fréttavefur BBC eftir Obama. „Við vissum að breytingar koma ekki að ofan, heldur að neðan.“
Hann þakkaði því næst stuðningsmönnum sínum og sagði forsetastarfið hafa verið mestu forréttindi lífs síns.