Hyggst sameina Bandaríkjamenn

Hyggst sameina Bandaríkjamenn

„Við ætlum að sameina landið okkar,“ sagði Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann flutti við Lincoln-minnisvarðann í Washington í gær fyrir framan fjölda áhorfenda. Hann hét því ennfremur að stuðla að breytingum. Trump sver í dag embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn í borginni.

Hyggst sameina Bandaríkjamenn

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 20. janúar 2017

„Við ætlum að sameina landið okkar,“ sagði Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann flutti við Lincoln-minnisvarðann í Washington í gær fyrir framan fjölda áhorfenda. Hann hét því ennfremur að stuðla að breytingum. Trump sver í dag embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn í borginni.

„Við ætlum að sameina landið okkar,“ sagði Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann flutti við Lincoln-minnisvarðann í Washington í gær fyrir framan fjölda áhorfenda. Hann hét því ennfremur að stuðla að breytingum. Trump sver í dag embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn í borginni.

Fyrr um daginn lagði Trump blómsveig í þjóðargrafreitnum í Arlington í Virginíu-ríki þar sem meðal annars eru grafnir fjölmargir bandarískir hermenn. Ræðan var flutt í tengslum við tónleika sem Trump bauð almenningi til þar sem tónlistarmennirnir Toby Keith og Lee Greenwood komu meðal annars fram. Viðstaddir voru einnig kvikmyndaleikarinn Jon Voight, sem ávarpaði mannfjöldann, og söngvarinn Sam Moore.

„Við ætlum að gera Bandaríkin stórkostleg á nýjan leik fyrir alla landsmenn. Alla, alla, um allt landið,“ sagði Trump einnig í ræðu sinni. Fjölmargir stuðningsmenn hann höfðu lagt leið sína til Washington- borgar til þess að sækja tónleikana og í tilefni af embættistöku hans. Trump sagði í ræðunni að margir hefðu afskrifað framboð hans. 

„Þeir gleymdu mörgum okkar. Í kosningabaráttunni talaði ég um gleymda karlinn og gleymdu konuna. Tja, enginn gleymir ykkur lengur,“ sagði Trump. Forsetinn verðandi hét því að skapa fleiri störf, efla herinn og landamæragæslu. „Við ætlum að gera hluti sem hefur ekki verið sinnt í þessu landi í marga, marga áratugi. Það mun breytast, ég lofa ykkur því, það mun breytast.“

Fréttavefur BBC fjallar um málið.

mbl.is