Lögregla beitti táragasi til að dreifa hópi mótmælenda sem brutu rúður og hentu grjóti í Washington nú í dag, til að mótmæla innsetningu Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta, að því er BBC greinir frá á Twitter-síðu sinni.
Lögregla beitti táragasi til að dreifa hópi mótmælenda sem brutu rúður og hentu grjóti í Washington nú í dag, til að mótmæla innsetningu Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta, að því er BBC greinir frá á Twitter-síðu sinni.
Lögregla beitti táragasi til að dreifa hópi mótmælenda sem brutu rúður og hentu grjóti í Washington nú í dag, til að mótmæla innsetningu Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta, að því er BBC greinir frá á Twitter-síðu sinni.
Athöfnin hefst eftir tæplega eina klukkustund. Það er klukkan 11.00 að staðartíma í Washington, höfuðborg landsins.
Flestir mótmælenda voru friðsamir og létu sér nægja að láta orðin tala, en mikill lögregluvarsla er í miðbænum. Á sama tíma söfnuðust stuðningsmenn Trumps og ráðamenn fyrir í næsta nágrenni við National Mall til að fylgjast með innsetningarathöfninni.
Þrátt fyrir úrkomu í höfuðborginni hefur mikill fjöldi stuðningsmanna Trumps lagt leið sína í miðborgina en búist er við að um 800 þúsund manns muni koma þar saman.