Trump lætur klappa fyrir Clinton

Trump lætur klappa fyrir Clinton

Donald Trump, sem tók við embætti forseta Bandaríkjanna í dag, leiddi standandi lófatak til heiðurs Hillary Clinton, keppinaut sínum um forsetaembættið. Í hádegisverðarboði í Capitol Hill að lokinni innsetningarathöfninni í dag, sagði Trump að sér væri heiður að því að Clinton, og maður hennar og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, hefðu verið viðstödd innsetningarathöfn sína.

Trump lætur klappa fyrir Clinton

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 | 20. janúar 2017

Donald Trump, sem tók við embætti forseta Bandaríkjanna í dag, leiddi standandi lófatak til heiðurs Hillary Clinton, keppinaut sínum um forsetaembættið. Í hádegisverðarboði í Capitol Hill að lokinni innsetningarathöfninni í dag, sagði Trump að sér væri heiður að því að Clinton, og maður hennar og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, hefðu verið viðstödd innsetningarathöfn sína.

Donald Trump, sem tók við embætti forseta Bandaríkjanna í dag, leiddi standandi lófatak til heiðurs Hillary Clinton, keppinaut sínum um forsetaembættið. Í hádegisverðarboði í Capitol Hill að lokinni innsetningarathöfninni í dag, sagði Trump að sér væri heiður að því að Clinton, og maður hennar og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, hefðu verið viðstödd innsetningarathöfn sína.

„Mér var heiður að því að frétta að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton yrðu viðstödd í dag og mig langar að biðja ykkur að standa upp fyrir þeim,“ sagði Trump í hádegisverðarboði sem var haldið í þinghúsinu.

Trump hvatti því næst ráðherraefni sín og önnur tignarmenni til að standa upp. „Það er fátt annað sem ég get sagt, en að ég ber mikla virðingu fyrir þessum tveimur,“ sagði Trump þegar gestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Clinton-hjónunum.

Að hádegisverðinum loknum hélt forsetinn og eiginkona hans Melania Trump að Hvíta húsinu. Forsetinn fór þar fyrir hefðbundinni innsetningarskrúðgöngu sem samkvæmt hefð fer eftir Pennsylvania Avenue og biðu þúsundir manna við götuna eftir að berja nýja forsetann augum. Forsetahjónin stigu þar út úr bílnum um stund og gengu eftir götunni í fylgd lífvarða og veifuðu til mannfjöldans.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania Trump, gengu …
Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania Trump, gengu eftir Pensylvania Avenue ásamt syni sínum Barron, í innsetningarskrúðgöngu forsetans. AFP
mbl.is