Nico Hülkenberg hefur verið að prófa sig á 2017-bíl Renault í bílhermi og niðurstaða hans er a' bíllinn sé „hrottalega hraðskreiður“.
Nico Hülkenberg hefur verið að prófa sig á 2017-bíl Renault í bílhermi og niðurstaða hans er a' bíllinn sé „hrottalega hraðskreiður“.
Nico Hülkenberg hefur verið að prófa sig á 2017-bíl Renault í bílhermi og niðurstaða hans er a' bíllinn sé „hrottalega hraðskreiður“.
Hülkenberg er fyrsti ökumaðurinn til að ræða um reynslu sína af nýjum bíl en sem komið er hefur aðeins verið hægt að þjálfa sig á þeim í bílhermi.
Dekk bílanna verða 25% breiðari og vængaflið miklu meira en áður sem ætti að bjóða upp á mikinn hraða gegnum beygjur. Meðal háhraðabrauta sem reyna mun mjög á ökumenn á má nefna Barcelona, Silverstone, Spa og Suzuka.
Í bílherminum prófaði Hülkenberg sig á Barcelonabrautinni. „Beygjur númer 3 og 9 tekur maður með bensíngjöfina í botni. Hingað til hafa aðeinsRed Bull eða Mercedes tekist það. Bíllinn virkar hrottalega hraðskreiður,“ segir hann við þýska akstursíþróttaritið Auto, Motor und Sport.
Margir eru á því að minna verði um framúrakstur vegna viðbótar vængafls bílanna, stórra vængja og breiðari dekkja sem auka muni rásfestu og veggrip. Hülkenberg er ekki sömu skoðunar og segir að DRS-búnaðurinn skipti miklu meira máli en áður og áhrif hans munu tryggja návígi.