Eins vél hjá öllum

Formúla-1/Renault | 10. febrúar 2017

Eins vél hjá öllum

Eins vél verður í öllum bílum liðanna þriggja sem verða knúnir Renaultvélum á komandi keppnistíð, segir liðsstjóri franska bílsmiðsins.

Eins vél hjá öllum

Formúla-1/Renault | 10. febrúar 2017

Hülkenberg fer ekki langt í keppni á þessum Renault. Hér …
Hülkenberg fer ekki langt í keppni á þessum Renault. Hér bregður hann á leik á smábílnum Renault Twizy.

Eins vél verður í öllum bílum liðanna þriggja sem verða knúnir Renaultvélum á komandi keppnistíð, segir liðsstjóri franska bílsmiðsins.

Eins vél verður í öllum bílum liðanna þriggja sem verða knúnir Renaultvélum á komandi keppnistíð, segir liðsstjóri franska bílsmiðsins.

Hann staðfestir, að í bílum Red Bull og Toro Rosso á 2017-keppnistíðinni verði nákvæmlega eins vélar og í bílum Renault.

Toro Rosso snýr aftur til Renault sem vélasmiðs eftir að hafa brúkað Ferrarivélar  á vertíðinni 2016.

Cyril Abiteboul liðsstjóri Renault segir í samtali við þýska vikuritið Auto Motor und Sport, að vélar Renault séu þróaðar með bensín frá BP í huga og smurolíur frá Castrol. „En við höfum gengið úr skugga um að vélarnar munu ganga vel með eldsneyti og olíum Exxon Mobil hjá Red Bull og Toro Rosso.“

Abiteboul segist vongóður um að vélar Renault geti staðið á sporði nýjustu véla Mercedes og  Ferrari og att kappi við þessi tvö lið. Hann spáir því að vélarnar verði með þróunarstarfi orðnar 1.000 hestafla á endanum.

„Aflið verður á bilinu 900 og 950 hestöfl í ár. Liðin sem hvonast eftir þúsund hestum eru kannski full bjartsýn. Ég held að Mercedes muni ekki einu sinni ná því afli úr vélunum í ár. Við erum með nokkrar róttækar hugmyndir í pípunum, og það verður hægt að draga út úr þeim 1.000 hestöfl, en þó ekki fyrir 2017-keppnistíðina.“

Vélar Renault verða öflugri í ár en í fyrra.
Vélar Renault verða öflugri í ár en í fyrra.
mbl.is