Vilja formúlustjórann framseldan

Formúla-1/Force India | 10. febrúar 2017

Vilja formúlustjórann framseldan

Indversk yfirvöld hafa farið fram á það við bresk stjórnvöld að auðkýfingurinn og formúlustjórinn Vijay Mallya, sem á Force India liðið, verði framseldur til Indlands.

Vilja formúlustjórann framseldan

Formúla-1/Force India | 10. febrúar 2017

Vijay Mallya árið 2014.
Vijay Mallya árið 2014. AFP

Indversk yfirvöld hafa farið fram á það við bresk stjórnvöld að auðkýfingurinn og formúlustjórinn Vijay Mallya, sem á Force India liðið, verði framseldur til Indlands.

Indversk yfirvöld hafa farið fram á það við bresk stjórnvöld að auðkýfingurinn og formúlustjórinn Vijay Mallya, sem á Force India liðið, verði framseldur til Indlands.

Mallya á yfir höfði sér réttarhöld vegna lánamála flugfélagsins Kingfisher Airlines sem hann stofnaði og rak en er nú farið á hausinn.

„Við höfum lagt fram framsalskröfu á hendur herra  Vijay Mallya,“ staðfestir talsmaður utanríkisráðuneytisins í Nýju Delhi.  Kvað hann stjórnvöld hafa réttmætt mál á hendur Mallya og ætti ekki von á öðru en hann yrði færður til Indlands þar sem í gildi væri samningur um framsal brotamanna milli Bretlands og Indlands.

Mallya hefur verið ákærður fyrir að draga sér gríðarlegt fé frá Kingfisher Airlines flugfélaginu og misfarið með sjóði félagsins, meðal annars í eigin þágu. Sjálfur kveðst hann saklaus og lýsir framsalsbeiðninni sem nornaveiðum. Hann var fjarverandi 20 kappakstursmót í fyrra af 21 af ótta við að verða handtekinn. Eini kappaksturinn sem hann var viðstaddur var sá breski í Silverstone.

Kingfisher-flugfélagið heyrir sögunni til.
Kingfisher-flugfélagið heyrir sögunni til. AFP
Vijay Mallya umkringdur lífvörðum eftir blaðamannafund.
Vijay Mallya umkringdur lífvörðum eftir blaðamannafund. AFP
Vijay Mallya.
Vijay Mallya. AFP
mbl.is