Einsamall á Valentínusardaginn

Justin Bieber | 15. febrúar 2017

Einsamall á Valentínusardaginn

Ungstirnið og hjartaknúsarinn Justin Bieber er ekki þekktur fyrir það að eiga í vandræðum með að næla sér í stefnumót og hefur hann verið orðaður við hinar ýmsu konur og stúlkur í gegnum tíðina.

Einsamall á Valentínusardaginn

Justin Bieber | 15. febrúar 2017

Justin Bieber var einsamall á Valentínusardaginn.
Justin Bieber var einsamall á Valentínusardaginn. AFP

Ungstirnið og hjartaknúsarinn Justin Bieber er ekki þekktur fyrir það að eiga í vandræðum með að næla sér í stefnumót og hefur hann verið orðaður við hinar ýmsu konur og stúlkur í gegnum tíðina.

Ungstirnið og hjartaknúsarinn Justin Bieber er ekki þekktur fyrir það að eiga í vandræðum með að næla sér í stefnumót og hefur hann verið orðaður við hinar ýmsu konur og stúlkur í gegnum tíðina.

Gærdeginum eyddi hann þó einsamall, en það hefur vart farið fram hjá neinum að dagurinn sá var helgaður elskendum og kenndur við Valentínus nokkurn.

Í gær birti söngvarinn fremur dapurlegt myndband á Instagram, þar sem hann lýsti því yfir að það eina sem hann vildi væri einhver til að eyða Valentínusardeginum með. Kappinn eyddi myndbandinu þó fljótlega. Að sjálfsögðu sáu aðdáendur hans þó til þess að það myndi ekki gleymast.

Það má þó gera ráð fyrir því að uppátækið hafi verið gert í góðu gamni, enda hefur söngvarinn verið afar vinsæll hjá kvenþjóðinni. Undanfarið hefur hann til að mynda verið orðaður við Kourtney Kardashian, Sofiu Richie og Hailey Baldwin.

mbl.is