Köfunin heillar áfram

Silfra | 15. febrúar 2017

Köfunin heillar áfram

Margt var um manninn við Silfru í gær og þurftu margir hópar að bíða eftir því að komast í vatnið. Ekkert lát virðist vera á komu ferðamanna í köfun á svæðið þrátt fyrir þær hættur sem svæðið hefur að geyma.

Köfunin heillar áfram

Silfra | 15. febrúar 2017

Leiðsögumaður fylgist grannt með köfurum í yfirborðsköfun nálægt grynningum við …
Leiðsögumaður fylgist grannt með köfurum í yfirborðsköfun nálægt grynningum við Silfru í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margt var um manninn við Silfru í gær og þurftu margir hópar að bíða eftir því að komast í vatnið. Ekkert lát virðist vera á komu ferðamanna í köfun á svæðið þrátt fyrir þær hættur sem svæðið hefur að geyma.

Margt var um manninn við Silfru í gær og þurftu margir hópar að bíða eftir því að komast í vatnið. Ekkert lát virðist vera á komu ferðamanna í köfun á svæðið þrátt fyrir þær hættur sem svæðið hefur að geyma.

Bandarískur ferðamaður lést við yfirborðsköfun í Silfru um helgina. Níu alvarleg slys, þar af fjögur dauðsföll, hafa orðið á svæðinu á síðustu sjö árum. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum, sem send var fjölmiðlum í gær, kemur fram að erfitt sé og lýjandi fyrir starfsmenn þjóðgarðsins að koma að slíkum slysum ítrekað.

Ferðaþjónustuaðilar virðast sjálfir sjá um eftirlit með öryggi og aðbúnaði þegar kafað er við Silfru. Samgöngustofa hefur gefið út fyrirmæli vegna köfunar og yfirborðsköfunar í þjóðgarðinum en er ekki með staðbundið eftirlit með því hvort þeim er framfylgt, að því er fram kemur í umfjöllun um ásóknina í Silfru í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is