Sauber hefur frumsýnt 2017-bíl sinn, en það gerði liðið með beinni útsendingu á veraldarvefnum í gær. Næstu daga munu önnur lið sýna á keppnisfáka sína.
Sauber hefur frumsýnt 2017-bíl sinn, en það gerði liðið með beinni útsendingu á veraldarvefnum í gær. Næstu daga munu önnur lið sýna á keppnisfáka sína.
Sauber hefur frumsýnt 2017-bíl sinn, en það gerði liðið með beinni útsendingu á veraldarvefnum í gær. Næstu daga munu önnur lið sýna á keppnisfáka sína.
Bíllinn er blár og hvítur með gyllingum til áhersluauka vegna þess að nú er Sauber að hefja 25. keppnistímabil sitt.
Vegna nýrra tæknireglna er bíllinn nokkuð frábrugðin 2016-bílnum, ekki hvað síst kringum fram- og afturvængina. Framendi bíltrjónunnar er með sama frágangi og árið 2015.
Sauber áframréði sænska ökumanninn Marcus Ericsson og fékk síðan Pascal Wehrlein til sín. Hann keppti fyrir Manor í fyrra en það lið hefur lagt upp laupana.
Vélar frá Ferrari munu knýja bíl Sauber en sá hængur er á því að þær eru ársgamlar og þar af leiðandi aflminni og óskilvirkari en 2017-vélarnar. Bílnum verður frumekið við myndatökur af honum í Barcelona á morgun, miðvikudag.