Perez dreymir um jómfrúarsigur

Formúla-1/Force India | 23. febrúar 2017

Perez dreymir um jómfrúarsigur

Force India frumsýndi 2017-bíl sinn í gær og við það tækifæri sagðist Sergio Perez eiga þann draum að vinna á honum jómfrúrsigur liðsins. 

Perez dreymir um jómfrúarsigur

Formúla-1/Force India | 23. febrúar 2017

Force India frumsýndi 2017-bíl sinn í gær og við það tækifæri sagðist Sergio Perez eiga þann draum að vinna á honum jómfrúrsigur liðsins. 

Force India frumsýndi 2017-bíl sinn í gær og við það tækifæri sagðist Sergio Perez eiga þann draum að vinna á honum jómfrúrsigur liðsins. 

Force India náði í fyrra sínum langbesta árangri sem lið í formúlu-1 með því að hreppa fjórða sætið í liðakeppninni. Komst Perez tvisvar á pall á árinu, í Mónakó og í Evrópukappakstrinum svonefnda í Asíuríkinu Azerbaizhan.

Segir liðsstjórinn Vijay Mallya takmark Force India að komast sætinu ofar í keppni bílsmiða, í það þriðja. „Takmarkið er að bæta sig þótt það verði erfitt eftir árangur okkar í fyrra. Vonandi getum við komið á óvart og mig dreymir meir að segja um okkar fyrsta sigur saman,“ sagði Pereze.

Ásamt Perez hinum mexíkóska mun Frakkinn Esteban Ocon keppa fyrir Force India. „Takmark mitt er að skora stig að staðaldri,“ sagði Ocon sem hóf keppni á miðju síðasta ári með  Manorliðinu sem nú hefur lagt upp laupa.

Bíll Force India er að litasamsetningu svipaður útlits og í fyrra. Þó fer ögn meira fyrir silfurlit í ár en hinn megin liturinn er svartur. Til áhersluauka eru síðan appelsínugular og grænar bryddingar. Á bílnum er svonefnt „þumaltrýni“ og hákarlsuggi aftur úr kæliturni vélarinnar.

mbl.is