Fyrsti múslimski leikarinn til að fá Óskarinn

Óskarsverðlaunin 2017 | 27. febrúar 2017

Fyrsti múslimski leikarinn til að fá Óskarinn

Mahershala Ali, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki, er fyrsti múslimski leikarinn til að hampa Óskarnum. Ali, sem flestir töldu líklegastan til að hljóta verðlaunin, fékk verðlaunin fyrir túlkun sína á fíkniefnasala í myndinni Moonlight, sem var jafnframt var valinn besta myndin.

Fyrsti múslimski leikarinn til að fá Óskarinn

Óskarsverðlaunin 2017 | 27. febrúar 2017

Mahershala Ali þakkaði leiklistarkennurum sínum í þakkaræðu sinni.
Mahershala Ali þakkaði leiklistarkennurum sínum í þakkaræðu sinni. AFP

Mahershala Ali, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki, er fyrsti múslimski leikarinn til að hampa Óskarnum. Ali, sem flestir töldu líklegastan til að hljóta verðlaunin, fékk verðlaunin fyrir túlkun sína á fíkniefnasala í myndinni Moonlight, sem var jafnframt var valinn besta myndin.

Mahershala Ali, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki, er fyrsti múslimski leikarinn til að hampa Óskarnum. Ali, sem flestir töldu líklegastan til að hljóta verðlaunin, fékk verðlaunin fyrir túlkun sína á fíkniefnasala í myndinni Moonlight, sem var jafnframt var valinn besta myndin.

„Ég vil þakka kennurunum mínum, prófessorunum mínum,“ sagði Ali í þakkaræðu sinni. „Þeir sögðu mér ítrekað ... Þetta snýst ekki um þig. Þetta snýst um karakterana. Þú ert þjónn. Þú þjónar sögunni og karakterunum.“

Ali hafði ekki hefur verið tilnefndur til verðlaunanna áður, en einnig voru tilnefndir að þessu sinni þeir Dev Patel, Jeff Bridges, Michael Shannon og Lucas Hedges.

mbl.is