Gagnrýndi Trump harðlega í nótt

Óskarsverðlaunin 2017 | 27. febrúar 2017

Gagnrýndi Trump harðlega í nótt

Íranski leikstjórinn Asgh­ar Far­hadi hefur gagnrýnt tilskipun Donald Trump til að banna fólki frá sjö löndum til að koma til Bandaríkjanna. Kvikmynd Farhadi, The Sa­lesm­an, vann í nótt Óskarsverðlaun sem besta mynd­in á er­lendu tungu­máli.

Gagnrýndi Trump harðlega í nótt

Óskarsverðlaunin 2017 | 27. febrúar 2017

Anousheh Ansari tók á móti verðlaunum hans Farhadi í nótt.
Anousheh Ansari tók á móti verðlaunum hans Farhadi í nótt. AFP

Íranski leikstjórinn Asgh­ar Far­hadi hefur gagnrýnt tilskipun Donald Trump til að banna fólki frá sjö löndum til að koma til Bandaríkjanna. Kvikmynd Farhadi, The Sa­lesm­an, vann í nótt Óskarsverðlaun sem besta mynd­in á er­lendu tungu­máli.

Íranski leikstjórinn Asgh­ar Far­hadi hefur gagnrýnt tilskipun Donald Trump til að banna fólki frá sjö löndum til að koma til Bandaríkjanna. Kvikmynd Farhadi, The Sa­lesm­an, vann í nótt Óskarsverðlaun sem besta mynd­in á er­lendu tungu­máli.

Far­hadi mætti ekki á verðlaunahátíðina en óvíst er hvort hann hefði komist til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Trump. „Það skapar ótta að skipta heiminum upp í Bandaríkin gegn óvinum sínum,“ kom fram í yfirlýsingu frá Farhadi í tengslum við verðlaunin.

Anousheh Ansari tók á móti verðlaununum og las yfirlýsingu Farhadi. „Fjarvera mín er virðingarvottur við fólk frá mínu landi og þá frá hinum löndunum sex sem hafa verið vanvirtir vegna þessa ómannúðlegu laga sem banna innflytjendum að koma til Bandaríkjanna,“ kom fram í yfirlýsingunni.

„Leikstjórar geta reynt að sýna mannlegt eðli fólks frá mörgum löndum og fólks sem hefur ólíkar trúarskoðanir. Þeir skapa samkennd milli okkar og annarra. Við þurfum meira á þessari samkennd að halda nú en áður.“

Frétt BBC.

mbl.is