Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers, sem sér um að telja atkvæðin vegna Óskarsverðlaunanna, hefur beðist afsökunar á ruglingnum sem varð til þess að röng mynd var kynnt sem besta myndin.
Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers, sem sér um að telja atkvæðin vegna Óskarsverðlaunanna, hefur beðist afsökunar á ruglingnum sem varð til þess að röng mynd var kynnt sem besta myndin.
Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers, sem sér um að telja atkvæðin vegna Óskarsverðlaunanna, hefur beðist afsökunar á ruglingnum sem varð til þess að röng mynd var kynnt sem besta myndin.
Í tilkynningu PwC er beðist afsökunar á „villunni“ sem hafi átt sér stað þegar þeim Warren Beatty og Faye Dunaway var afhent umslag fyrir bestu leikkonuna þegar þau áttu að kynna bestu kvikmyndina.
Á spjaldinu sem var í umslaginu sem þau Beatty og Dunaway fengu stóð: Emma Stone, La La Land og lásu þau í sameiningu upp nafn myndarinnar. Við það brutust út mikil fagnaðarlæti og eftir að aðstandendur myndarinnar voru komnir á svið og farnir að flytja þakkarræðu sína komu tveir fulltrúar PwC á svið með rétta spjaldið og réttu Justin Horowitz, framleiðanda La La Lands.Hann brást þegar við, veifaði spjaldinu og upplýsti áhorfendur um að Moonlight hefði verið valin besta myndin.
„Við erum nú að rannsaka hvernig þetta gat gerst og erum virkilega miður okkar að þetta hafi átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu frá PwC.
Beatty sagði eftir að atvikið kom upp að hann hefði ekki ætlað að valda vandræðum. Hann hefði orðið hissa þegar hann sá hvað stóð á spjaldinu og því hikað áður en hann rétti Dunaway spjaldið. Á upptökum má sjá að hann var einmitt með í höndunum umslagið sem var merkt bestu leikkonunni.