Það hefur líkast til ekki farið fram hjá neinum að Óskarverðlaunin fóru fram í nótt og voru þau eftirminnileg fyrir margar sakir.
Það hefur líkast til ekki farið fram hjá neinum að Óskarverðlaunin fóru fram í nótt og voru þau eftirminnileg fyrir margar sakir.
Það hefur líkast til ekki farið fram hjá neinum að Óskarverðlaunin fóru fram í nótt og voru þau eftirminnileg fyrir margar sakir.
Frétt mbl.is: Lásu upp heiti rangrar myndar
Það voru þó ekki einungis mistökin í kringum bestu mynd ársins sem vöktu athygli áhorfenda, því margir hverjir tóku eftir kyndugu klappi leikkonunnar Nicole Kidman.
Handahreyfingar leikkonunnar urðu fljótt að umtalsefni á samfélagsmiðlum, og vildu margir meina að ekki væri allt með felldu.
„Í sannleika sagt hef ég meiri áhyggjur af lófataki Nicole Kidman,“ skrifaði einn netverji.
„Nicole Kidman að klappa á Óskarsverðlaununum fær mig til að öskra inni í mér,“ sagði annar.
Margir skildu hvorki upp né niður í klappi Kidman.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem óhefðbundið lófatak Kidman vekur athygli, því árið 2015 sýndi hún svipaða takta.