Um 32 þúsund Suður-Súdanar hafa flúið til nágrannalandsins Súdan það sem af er ári. Fólkið flýr hungursneyð af mannavöldum en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu í fjögur ár.
Um 32 þúsund Suður-Súdanar hafa flúið til nágrannalandsins Súdan það sem af er ári. Fólkið flýr hungursneyð af mannavöldum en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu í fjögur ár.
Um 32 þúsund Suður-Súdanar hafa flúið til nágrannalandsins Súdan það sem af er ári. Fólkið flýr hungursneyð af mannavöldum en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu í fjögur ár.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir líklegt að mun fleiri muni flýja landið á næstu vikum og mánuðum.
Fyrir viku var lýst yfir hungursneyð á vissum svæðum í Suður-Súdan. Um 100 þúsund íbúar eiga á hættu að svelta í hel og um milljón til viðbótar býr við vannæringu og skort.
Áður hafði verið gert ráð fyrir að um 60 þúsund Suður-Súdanar myndu flýja til Súdan í ár. Nú er ljóst að sú tala verður mun hærri.
Flestir þeir sem flýja eru konur og börn. Margir karlmenn hafa verið drepnir eða neyddir til að ganga til liðs við stríðandi fylkingar í þessu yngsta ríki heims.
Suður-Súdan var áður hluti af Súdan en fékk sjálfstæði árið 2011. Tæpum tveimur árum síðar braust borgarastyrjöldin út og enn sér ekki fyrir endann á henni.
Frá því að borgarastríðið braust út hafa um 330 þúsund Suður-Súdanar flúið til Súdan. Mun fleiri hafa flúið til Eþíópíu og Úganda.