Fjármálaeftirlitið hefur sent vísun til embættis héraðssaksóknara vegna mál sem tengist eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á föstudaginn var greint frá því að FME krefðist viðeigandi úrbóta hjá Borgun eftir að athugasemdir höfðu verið gerðar í 13 tilviku af 16 eftir skoðun FME. RÚV greindi frá málinu í hádegisfréttum í dag.
Fjármálaeftirlitið hefur sent vísun til embættis héraðssaksóknara vegna mál sem tengist eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á föstudaginn var greint frá því að FME krefðist viðeigandi úrbóta hjá Borgun eftir að athugasemdir höfðu verið gerðar í 13 tilviku af 16 eftir skoðun FME. RÚV greindi frá málinu í hádegisfréttum í dag.
Fjármálaeftirlitið hefur sent vísun til embættis héraðssaksóknara vegna mál sem tengist eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á föstudaginn var greint frá því að FME krefðist viðeigandi úrbóta hjá Borgun eftir að athugasemdir höfðu verið gerðar í 13 tilviku af 16 eftir skoðun FME. RÚV greindi frá málinu í hádegisfréttum í dag.
Ólafur Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að vísunin hafi komið í gær, en það er þegar FME vekur athygli embættisins á mögulegu broti án þess að senda kæru. Ólafur segir málið tengjast umræddum meintum peningaþvættis- og gegnsæisbrotum. Nú taki við greiningarvinna hjá embættinu og ákvörðun um mögulega ákæru eða hvort fella eigi málið niður svo tekin í kjölfarið.
Í niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins eru athugasemdir gerðar við að Borgun hf. hefði í tilviki 13 viðskiptamanna af 16 ekki framkvæmd könnun á áreiðnaleika upplýsinga um viðskiptamennina með fullnægjandi hætti áður en samningssambandi var komið á.
Meðan á athugun Fjármálaeftirlitsins stóð sleit Borgun viðskiptasambandi við þrjá þessara viðskiptamanna.
Fjármálaeftirlitið gerði einnig athugasemdir varðandi framfylgni Borgunar hf. við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.