Næst minnsta áhorf í sögu Óskarsins

Óskarsverðlaunin 2017 | 28. febrúar 2017

Næst minnsta áhorf í sögu Óskarsins

Um 32,9 milljónir manna horfðu á Óskarsverðlaunin í beinni útsendingu á sunnudaginn. Aðeins einu sinni áður hafa færri horft á Óskarinn en það var árið 2008. Þá var Jon Stewart kynnir og No Country For Old Men hlaut verðlaun fyrir bestu myndina. Þá horfðu 32 milljónir manna á útsendinguna.

Næst minnsta áhorf í sögu Óskarsins

Óskarsverðlaunin 2017 | 28. febrúar 2017

Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarnum í ár.
Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarnum í ár. AFP

Um 32,9 milljónir manna horfðu á Óskarsverðlaunin í beinni útsendingu á sunnudaginn. Aðeins einu sinni áður hafa færri horft á Óskarinn en það var árið 2008. Þá var Jon Stewart kynnir og No Country For Old Men hlaut verðlaun fyrir bestu myndina. Þá horfðu 32 milljónir manna á útsendinguna.

Um 32,9 milljónir manna horfðu á Óskarsverðlaunin í beinni útsendingu á sunnudaginn. Aðeins einu sinni áður hafa færri horft á Óskarinn en það var árið 2008. Þá var Jon Stewart kynnir og No Country For Old Men hlaut verðlaun fyrir bestu myndina. Þá horfðu 32 milljónir manna á útsendinguna.

Nokkuð meira áhorf var á útsendinguna í fyrra en þá horfðu 34 milljónir manna. 

Óskarsverðlaunin í ár hafa hlotið mikla umfjöllun, ekki síst vegna þeirra mistaka sem urðu við lok kvöldsins þegar að kvikmyndin La La Land var sögð hafa hlotið verðlaun fyrir bestu myndina fyrir mistök. Þá vakti það einnig athygli þegar að konu var minnst á hátíðinni sem er á lífi.

Athöfnin hlaut hinsvegar jákvæða dóma og hrósuðu margir kynninum Jimmy Kimmel.

Þrátt fyrir að færri hafi horft á Óskarinn nú en í fyrra var þetta mesta áhorf í bandarísku sjónvarpi á skemmtidagskrá síðustu tólf mánuðina.

Umfjöllun CNN.

mbl.is