„Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu og kemur út í dag.
„Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu og kemur út í dag.
„Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu og kemur út í dag.
„Ég sagði það áður en ég tók við embætti forseta Íslands og segi það enn að í endurreisnarstarfinu eftir hrun var feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um landsdóm,“ segir Guðni jafnframt.
Hann segir það hafa sýnt sig að niðurstaða dómsins hafi fremur sundrað en sameinað og það á versta tíma. „Niðurstaðan var alls ekki í samræmi við það sem að var stefnt, að þeir sem bæru pólitíska ábyrgð myndu axla hana og taka afleiðingunum. Látum þetta okkur að kenningu verða enda hygg ég að enginn vilji hafa ákvæði um landsdóm í stjórnarskránni. Finnið þann sem vill að málum verði hagað með sama hætti í framtíðinni. Ég efast um að ykkur takist það.“