„Þetta er gríðarlega jákvætt skref og dagur sem búið er að bíða eftir í mörg ár. Að því hefur verið stefnt allan tímann að losa höft á almenning og atvinnulíf. Það er því ánægjulegt að sjá að planið sem lagt var upp með hefur gengið upp,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta hér á landi.
„Þetta er gríðarlega jákvætt skref og dagur sem búið er að bíða eftir í mörg ár. Að því hefur verið stefnt allan tímann að losa höft á almenning og atvinnulíf. Það er því ánægjulegt að sjá að planið sem lagt var upp með hefur gengið upp,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta hér á landi.
„Þetta er gríðarlega jákvætt skref og dagur sem búið er að bíða eftir í mörg ár. Að því hefur verið stefnt allan tímann að losa höft á almenning og atvinnulíf. Það er því ánægjulegt að sjá að planið sem lagt var upp með hefur gengið upp,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta hér á landi.
Sigurður segir hins vegar skrýtið að sjá að vogunarsjóðirnir hafi verið settir í fyrsta sæti en ekki almenningur. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Það hefði verið hægt að stíga þetta skref í dag án þess að semja við þá en með því er í raun verið að setja vogunarsjóðina í fyrsta sæti,“ segir Sigurður.
Með útboði Seðlabankans í júní í fyrra var sjóðunum sem eiga yfir hundrað milljarða í aflandskrónum boðið upp á tvo kosti. Annar var að taka þátt í útboðinu eða vera með fjármagn hér til langs tíma. Seðlabankinn samþykkti tilboð frá einum sjóði en aðrir skiluðu inn tilboðum sem þóttu ekki ásættanleg.
Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur nú verið samið við stærsta hluta eiganda þessara aflandskróna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri og er viðmiðunargengið í viðskiptunum 137,5 krónur fyrir evruna, sem er 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Sigurður segir að með þessu sé veðmál vogunarsjóðanna að ganga upp. „Þeir sem ákváðu að spila ekki eftir reglunum bættu í raun stöðu sína. Af útreikningum mínum í fljótu bragði sýnist mér þessir sjóðir hafa hagnast um 21 milljarð á því að bíða, með því að taka ekki þátt í útboðinu í júní,“ segir Sigurður.
Tilboð stjórnvalda til þessara vogunarsjóða í útboðinu í júní hljóðaði upp á 190 krónur fyrir evruna en nú er það 137 krónur. Sigurður segir það ekki góð skilaboð hjá stjórnvöldum að verðlauna þá sem ekki vilja fylgja leikreglunum. „Þessir aðilar hafa gengið mjög hart fram til dæmis með því að birta auglýsingar hér á landi rétt fyrir kosningar og höfðað mál hér á landi og erlendis. Lee Buchheit taldi það eindæmi að vogunarsjóðirnir beittu sér með þessum hætti,“ segir Sigurður.
Sigurður er afar jákvæður fyrir komandi tímum. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp en burtséð frá því þá er ég mjög ánægður með það að við skulum hafa fengið þessar fréttir í dag að það sé búið að afnema höft á almenning og atvinnulíf. Eins og ég hef bent á undanfarna daga hef ég talið aðstæður með besta móti núna og í rauninni ekki eftir neinu að bíða. Því fagna ég því að þessi skref hafi verið stigin í dag,“ segir Sigurður.
Hvaða áhrif telur þá að afnám hafta hafi á fjárfestingar erlendra aðila hér á landi?
„Það kæmi mér ekki á óvart að erlendir fjárfestar myndu líta til Íslands í meira mæli. Höftin eru flókin fyrir utanaðkomandi aðila, auka á flækjustig og fæla þannig fjárfesta frá landinu. Þá kæmi mér það heldur ekki á óvart að krónan myndi styrkjast að öllu óbreyttu en svo á maður eftir að sjá hvað Seðlabankinn gerir varðandi vexti. Ég tel blasa við að það þurfi að lækka vexti til að bregðast við sífellt sterkari krónu,“ segir Sigurður.
Hann segir ávöxtun hafa verið afar góða hér á landi undanfarið þar sem vextir hafa verið háir. „Fólk er ekki að fjárfesta erlendis því það fær svo góða vexti hér. Það laðar fólk til landsins og niðurstaðan er sterkari króna. Nú er búið að afnema höftin, vextirnir lækka líklegast og þar með kemst jafnvægi á krónuna og flæði fjármagns.“
Hvaða áhrif hefur afnám hafta á hinn almenna borgara?
„Hinn almenni borgari mun í sjálfu sér ekki finna mikið fyrir afnámi hafta til skamms tíma litið. Höftin kosta mikið og til lengri tíma rýra þau lífsgæði. Þau fæla í burtu fjárfesta og þar með uppbyggingu sem ella hefði orðið þannig að til lengri tíma litið ætti þetta að auka lífsgæði með meiri fjárfestingum og vonandi öflugra atvinnulífi því samhliða.“