Minna gjaldeyriseftirlit

Gjaldeyrishöft | 13. mars 2017

Minna gjaldeyriseftirlit

Afnám gjaldeyrishafta mun hafa áhrif á starfsemi Seðlabanka Íslands en í samtali við Morgunblaðið segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri að ekki þurfi að framfylgja gjaldeyrisreglum þegar gjaldeyrishöft séu ekki við lýði. 

Minna gjaldeyriseftirlit

Gjaldeyrishöft | 13. mars 2017

Afnám gjaldeyrishafta mun hafa áhrif á starfsemi Seðlabanka Íslands en í samtali við Morgunblaðið segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri að ekki þurfi að framfylgja gjaldeyrisreglum þegar gjaldeyrishöft séu ekki við lýði. 

Afnám gjaldeyrishafta mun hafa áhrif á starfsemi Seðlabanka Íslands en í samtali við Morgunblaðið segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri að ekki þurfi að framfylgja gjaldeyrisreglum þegar gjaldeyrishöft séu ekki við lýði. 

„Þó er ekki þar með sagt að ekki verði gjaldeyriseftirlit, það verður kannski minna, en það á eftir að fara yfir það,“ sagði Már.

„Hins vegar þarf að safna miklu betri upplýsingum um gjaldeyrisstrauma og gjaldeyrisstöður en gert var fyrir hrun. En það verður meira hluti af almennu fjármálastöðugleikaeftirliti.“

Frá og með morgundeginum mun Seðlabankinn nýta heimild í lögum um gjaldeyrismál til að veita undanþágur frá þeim takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum sem nú gilda. Það gerir hann með útgáfu á nýjum reglum um gjaldeyrismál. Þær hafa verið birtar á vef bankans og taka gildi á morgun.

Spurður hvort afnám gjaldeyrishafta kalli á uppsagnir í gjaldeyriseftirliti bankans vísar Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi bankans, til orða Más og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum voru 22 starfsmenn fastráðnir við gjaldeyriseftirlitið um áramótin og einn lausráðinn.

mbl.is