Enginn gerði fyrirvara við útboðið

Gjaldeyrishöft | 14. mars 2017

Enginn gerði fyrirvara við útboðið

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands gengust fjármagnseigendur sem tóku þátt í síðasta aflandskrónuútboði undir skilmála þess og voru engir fyrirvarar gerðir við það. 

Enginn gerði fyrirvara við útboðið

Gjaldeyrishöft | 14. mars 2017

mbl.is/Ómar

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands gengust fjármagnseigendur sem tóku þátt í síðasta aflandskrónuútboði undir skilmála þess og voru engir fyrirvarar gerðir við það. 

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands gengust fjármagnseigendur sem tóku þátt í síðasta aflandskrónuútboði undir skilmála þess og voru engir fyrirvarar gerðir við það. 

Í aflandskrónuútboðinu sem fór fram 16. júní bauðst bankinn til að kaupa aflandskrónueignir á genginu 190 krónur á evru. Almennt gengi evru á þeim tíma var um 140 krónur. Alls bárust 1.715 tilboð og var 1.688 tilboðum tekið eða 98,4%. Niðurstaðan varð sú að Seðlabankinn greiddi andvirði 47 milljarða króna í gjaldeyri fyrir 72 milljarða aflandskróna.

Heildarupphæð aflandskróna nam þá rúmum 300 milljörðum króna og losnaði því alls ekki um þær allar í útboðinu. Stórir sjóðir sátu hjá og töldu aðgerðirnar brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra.

Samhliða almennri afléttingu hafta hefur ríkið samið við þá sem eftir sátu um að kaupa evrur á genginu 137,5.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Helga Pétri Magnússyni lögmanni sem unnið hefur fyrir krónueigendur að til standi að athuga hvort einhverjir sem tekið hafi þátt í útboðinu hafi gert fyrirvara við það. Gætu þeir samkvæmt því átt kröfu á ríkissjóð.

Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir skilmála útboðsins hafa verið opinbera og skýra. Allir sem tóku þátt hafi gengist undir þá og voru engir fyrirvarar gerðir.

mbl.is