Flaggaði í tilefni haftaleysis

Gjaldeyrishöft | 14. mars 2017

Flaggaði í tilefni haftaleysis

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fagnaði „fyrsta haftalausa deginum“ með því að flagga íslenska fánanum á heimili sínu.

Flaggaði í tilefni haftaleysis

Gjaldeyrishöft | 14. mars 2017

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fagnaði „fyrsta haftalausa deginum“ með því að flagga íslenska fánanum á heimili sínu.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fagnaði „fyrsta haftalausa deginum“ með því að flagga íslenska fánanum á heimili sínu.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans.

„Ég flaggaði á þessum fyrsta haftalausa degi eins og ég lofaði í gær. Til hamingju Ísland!“ skrifar Benedikt.

Stjórnvöld tilkynntu á sunnudaginn að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði yrðu afnumin með nýjum reglum um Seðlabanka Íslands og gjaldeyrismál.

Í munnlegri skýrslu um afnám hafta á Alþingi í gær sagði Benedikt að afnámi hafta væri fagnað um allt land og víða um heim.

mbl.is