Bandaríski vogunarsjóðurinn Loomis Sayles hefur hafnað tilboði íslenskra stjórnvalda um kaup á aflandskrónum. Í samtali við Reuters bendir talskona Loomis á að markaðsgengi krónunnar gagnvart evru sé 18% lægra en kaupgengið samkvæmt samningnum.
Bandaríski vogunarsjóðurinn Loomis Sayles hefur hafnað tilboði íslenskra stjórnvalda um kaup á aflandskrónum. Í samtali við Reuters bendir talskona Loomis á að markaðsgengi krónunnar gagnvart evru sé 18% lægra en kaupgengið samkvæmt samningnum.
Bandaríski vogunarsjóðurinn Loomis Sayles hefur hafnað tilboði íslenskra stjórnvalda um kaup á aflandskrónum. Í samtali við Reuters bendir talskona Loomis á að markaðsgengi krónunnar gagnvart evru sé 18% lægra en kaupgengið samkvæmt samningnum.
Samkvæmt samningnum er boðist til að kaupa aflandskrónueignir á genginu 137,5 krónur fyrir evruna. Loomis bendir á að markaðsgengið hafi verið 118 á miðvikudag. Á Loomis um 33 milljarða í aflandskrónum eða um þriðjung þess sem eftir stendur.
Er gengið samkvæmt samningnum þó mun hagstæðara en það sem fékkst í síðasta útboði Seðlabankans en það var 190 krónur fyrir hverja evru.
Í frétt Reuters segir að vogunarsjóðirnir Autonomy Capital, Eaton Vance og Discovery Capital Management hafi ekki viljað veita upplýsingar um hvort þeir hafi gengið að tilboði stjórnvalda.
Fengu þeir tveggja vikna frest.
Á blaðamannafundinum á sunnudag var upplýst að aflandskrónueignir næmu nú 195 milljörðum króna. Jafnframt kom fram að eigendur um helmings þeirra hefðu þegar gengið að tilboði bankans um 137,5 krónur fyrir hverja evru.