Sergio Perez hjá Force India hlaut þann heiður, ef svo skyldi kalla, að vera fyrsti ökumaður vertíðarinnar til að hljóta hraðasekt.
Sergio Perez hjá Force India hlaut þann heiður, ef svo skyldi kalla, að vera fyrsti ökumaður vertíðarinnar til að hljóta hraðasekt.
Sergio Perez hjá Force India hlaut þann heiður, ef svo skyldi kalla, að vera fyrsti ökumaður vertíðarinnar til að hljóta hraðasekt.
Ók hann aðeins yfir hámarkshraða á fyrri æfingunni í Melbourne. Fór hann um bílskúrareinina á 61,6 km/klst ferð eða 1,6 km/klst of hratt.
Fyrir þetta akstursbrot var Perez sektaður um 200 evrur, um 24.000 krónur.
Vegna sérstakra aðstæðna í brautinni er 60 km hámarkshraði við lýði í bílskúrareininni í Melbourne, Mónakó og Singapúr. Í öðrum mótum er leyfilegur hámarkshraði í reininni 80 km/klst.