Sauber hefur dregið Pascal Wehrlein úr keppni í Melbourne og tekur varaökumaður Ferrari, Antonio Giovinazzi, við Sauberbílnum í hans stað.
Sauber hefur dregið Pascal Wehrlein úr keppni í Melbourne og tekur varaökumaður Ferrari, Antonio Giovinazzi, við Sauberbílnum í hans stað.
Sauber hefur dregið Pascal Wehrlein úr keppni í Melbourne og tekur varaökumaður Ferrari, Antonio Giovinazzi, við Sauberbílnum í hans stað.
Wehrlein meiddist á baki í kappakstri meistaranna í janúar sl. og hefur ekki náð sér nógu vel til að taka þátt í kappakstri helgarinnar. Missti hann meðal annars af öllum reynsluakstri liðanna í vetur og leysti Giovinazzi hann þar af hólmi líka.
Wehrlein ók alls 52 hringi á æfingum í Melbourne í gær én að akstrinum loknum kvartaði hann undan því að skorta krafta til að aka fulla keppnislengd, eða 58 hringi. Hann segist leiður yfir stöðunni en að besta ákvörðunin hafi verið tekin, að hann verði hvíldur að sinni svo hann geti haldið æfingum og uppbyggingu sinni áfram.
Sauberstjórinn Monisha Kaltenborn hrósaði afstöðu Wehrlein og sagðist hún gera ráð fyrir að hann keppi í næsta móti, í Sjanghæ í Kína.
Giovinazzi er 23 ára og varð annar í stigakeppninni í GP2-formúlunni í fyrra Hann er fyrsti Ítalinn til að keppa í formúlu-1 frá 2011.