Sex einstaklingar sem gegndu hjálparstörfum í Suður-Súdan létu lífið í launsátursárás í gær. Þetta fullyrða Sameinuðu þjóðirnar en um er að ræða mannskæðasta tilvikið af þessum toga síðan borgarastríð braust út í landinu.
Sex einstaklingar sem gegndu hjálparstörfum í Suður-Súdan létu lífið í launsátursárás í gær. Þetta fullyrða Sameinuðu þjóðirnar en um er að ræða mannskæðasta tilvikið af þessum toga síðan borgarastríð braust út í landinu.
Sex einstaklingar sem gegndu hjálparstörfum í Suður-Súdan létu lífið í launsátursárás í gær. Þetta fullyrða Sameinuðu þjóðirnar en um er að ræða mannskæðasta tilvikið af þessum toga síðan borgarastríð braust út í landinu.
Ekki fylgir sögunni fyrir hvaða hjálparstofnanir fólkið starfaði en það starfaði á svæðinu á milli höfuðborgarinnar Júba og bæjarins Pibor. Minnst hafa 79 hjálparstarfsmenn verið drepnir í Suður-Súdan síðan átökin hófust í desember árið 2013 samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna.
„Árásir þessar gegn hjálparstarfsfólki og hjálparföngum eru gjörsamlega vítaverðar,“ segir Eugene Owusu, yfirmaður við mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. „Ekki er aðeins verið að leggja líf hjálparstarfsfólks í hættu, heldur einnig líf þúsunda Suður-Súdana sem stóla þurfa á hjálpina til að lifa af,“ segir Owusu.
Hvetur hann alla þá sem völd til þess hafa, að láta af slíkum árásum og koma í veg fyrir þær, og binda enda á refsileysið sem ríkir í landinu. Tvær sambærilegar árásir hafa verið gerðar í þessum mánuði þar sem hjálparstarfsfólk er skotmarkið.
Um miðjan þennan mánuð var ráðist að lestarfarmi með hjálpargögnum sem voru á leið til Austur-Yirol þar sem kólera hafði brotist út. Lést þá einn heilbrigðisstarfsmaður og einn sjúklingur. Þá var starfsfólki alþjóðlegrar hjálparstofnunar haldið í gíslingu í fjóra daga af vopnuðum uppreisnarmönnum sem hnepptu fólkið í gíslingu 10. mars. Ástandið í landinu er óhugnarlegt en þar ríkir meðal annars hungursneyð.