Átján deildir Rauða krossins á Íslandi ásamt Tombólusjóði Rauða krossins fjármagna nú fjölskylduhús fyrir munaðarlaus börn í Hargeisa í Sómalíu. Á heimilinu búa að jafnaði um 340 munaðarlaus börn en elstu börnin eru 18 ára og þau yngstu aðeins nokkurra daga gömul.
Átján deildir Rauða krossins á Íslandi ásamt Tombólusjóði Rauða krossins fjármagna nú fjölskylduhús fyrir munaðarlaus börn í Hargeisa í Sómalíu. Á heimilinu búa að jafnaði um 340 munaðarlaus börn en elstu börnin eru 18 ára og þau yngstu aðeins nokkurra daga gömul.
Átján deildir Rauða krossins á Íslandi ásamt Tombólusjóði Rauða krossins fjármagna nú fjölskylduhús fyrir munaðarlaus börn í Hargeisa í Sómalíu. Á heimilinu búa að jafnaði um 340 munaðarlaus börn en elstu börnin eru 18 ára og þau yngstu aðeins nokkurra daga gömul.
Í tilkynningu segir að Rauði krossinn á Íslandi í samstarfi við sómalska Rauða hálfmánann hafi hafið stuðning við heimilið árið 2011 þar sem aðbúnaður barnanna var mjög slæmur. Mörg þeirra sváfu í hnapp á gólfinu og borðuðu á plastpokum sem lagðir voru á gólfið, meðal annars var byggð vöggustofa fyrir allra yngstu börnin.
Síðan þá hefur Rauði krossinn fjármagnað tvö fjölskylduhús fyrir heimilið sem hvort um sig hýsir 16-18 börn og umsjónaraðila sem sinna börnunum allan sólarhringinn. Þriðja fjölskylduhúsið verður byggt nú í ár fyrir fjármagn frá deildum Rauða krossins og Tombólusjóði. Húsin samanstanda af stofu, eldhúsi, mötunaraðstöðu, svefnherbergjum, salernum, sturtum og vöskum. Fjögur börn gista saman í herbergi sem útbúin eru kojum, dýnum, rúmfötum og fataskápum en fjármagnið verður einnig nýtt til kaupa á innanstokksmunum fyrir heimilið.
„Um er að ræða algjöra byltingu fyrir börnin, bæði hvað varðar heimilisaðstöðu og rými svo ekki sé minnst á hreinlætisaðstöðu sem dregur verulega út maga- og niðurgagnspestum og vonumst við til að geta stutt enn frekar við bakið á börnunum í framtíðinni og haldið áfram að bæta aðstöðu heimilisins,“ er haft eftir Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra Rauða krossins, í fréttatilkynningu. „Nú skiptir líka máli að veita stuðning svo þessi börn og aðrir íbúar þessa stríðshrjáða lands fái að borða og sé forðað frá sulti.“
Meira en tveggja áratuga átök hafa geisað í Sómalíu sem hafa haft mjög neikvæð áhrif á líf, velferð og afkomu íbúa landsins og þá ekki síst börn og unglinga. Í dag standa íbúar Sómalíu frammi fyrir hungursneyð vegna þurrka og er Rauði krossinn á Íslandi með neyðarsöfnun í gangi vegna þessara aðstæðna. Hægt er að styrkja söfnunina með því að senda sms-ið TAKK í 1900 og eru þá 1900 krónur dregnar af símreikningi. Vonir standa til að hægt verði að afstýra hungursneyð í Sómalíu ef alþjóðasamfélagið bregst nógu hratt við.