Einstæð mynd af Heklugosi birt

Hekla | 29. mars 2017

Einstæð mynd af Heklugosi birt í fyrsta sinn

Sjötíu ár eru í dag liðin frá upphafi Heklugossins 1947, þess mesta í fjallinu á síðari tímum. Það var snemma á sjöunda tímanum að morgni sem fólk á Suðurlandi varð vart við snarpan jarðskjálftakipp og nánast á sömu stundu sáust gosmekkir stíga upp frá fjallinu. Staðfest upphafsstund gossins var kl. 6:41. „Hálfri klukkustund síðar var Hekla öll umlukt gosmekki frá rótum og bar mökkinn við himinn. Við og við sjást gosglampar gegnum þykkan reykjarstrókinn, en á bæjum, sem nálægt eru Heklu, heyrast drunur miklar og hurðir og gluggar hristast í húsum,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Einstæð mynd af Heklugosi birt í fyrsta sinn

Hekla | 29. mars 2017

Þessa mynd tók Þorsteinn Oddsson (dáinn 2008) frá bænum Heiði …
Þessa mynd tók Þorsteinn Oddsson (dáinn 2008) frá bænum Heiði á Rangárvöllum um klukkan sjö að morgni 29. mars 1947 þegar gosið hafði staðið í um tuttugu mínútur. Mökkurinn er öskusvartur og berst til austurs en vikurfall lék bændur á Rangárvöllum og Fljótshlíð grátt. Þessi einstæða og sögulega mynd hefur aldrei birst áður. Ljósmynd/Þorsteinn Oddsson

Sjötíu ár eru í dag liðin frá upphafi Heklugossins 1947, þess mesta í fjallinu á síðari tímum. Það var snemma á sjöunda tímanum að morgni sem fólk á Suðurlandi varð vart við snarpan jarðskjálftakipp og nánast á sömu stundu sáust gosmekkir stíga upp frá fjallinu. Staðfest upphafsstund gossins var kl. 6:41. „Hálfri klukkustund síðar var Hekla öll umlukt gosmekki frá rótum og bar mökkinn við himinn. Við og við sjást gosglampar gegnum þykkan reykjarstrókinn, en á bæjum, sem nálægt eru Heklu, heyrast drunur miklar og hurðir og gluggar hristast í húsum,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Sjötíu ár eru í dag liðin frá upphafi Heklugossins 1947, þess mesta í fjallinu á síðari tímum. Það var snemma á sjöunda tímanum að morgni sem fólk á Suðurlandi varð vart við snarpan jarðskjálftakipp og nánast á sömu stundu sáust gosmekkir stíga upp frá fjallinu. Staðfest upphafsstund gossins var kl. 6:41. „Hálfri klukkustund síðar var Hekla öll umlukt gosmekki frá rótum og bar mökkinn við himinn. Við og við sjást gosglampar gegnum þykkan reykjarstrókinn, en á bæjum, sem nálægt eru Heklu, heyrast drunur miklar og hurðir og gluggar hristast í húsum,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Ótal gígar um allt fjallið

Morgunblaðið var í tveimur útgáfum 29. mars 1947, þannig að þegar fregnir af gosinu bárust var skipt um forsíðu í prentun og fréttir af eldgosinu settar inn. Og gosið hélt áfram og í Morgunblaðinu 30. mars voru ítarlegri fréttir. „Það er nú orðið, að Hekla er eitt logandi eldhaf þvert yfir háfjallið. Miklir gígar eru á báðum Hekluöxlum ... Er engu líkara, en að ótal gígir hafi myndast um allt fjallið ... Eldsúlurnar á háfjallinu ná um 800 metra í loft upp ... Stórbjörgin þeytast í loft upp með kyngikrafti, en falla svo niður í eldhafið aftur.“

Forsíða Morgunblaðsins 30. apríl 1947 og ein stærsta frétt 20. …
Forsíða Morgunblaðsins 30. apríl 1947 og ein stærsta frétt 20. aldarinnar.

Víða má finna lýsingar á upphafi gossins, svo sem í bókinni Skrifað í skýin, minningum Jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra sem flaug austur á fyrstu klukkustundum gossins. „Svartir reykjar- og öskubólstrar hnykluðust upp með ógnarraða en efst varð mökkurinn steðjalaga, flattist út eins og éljaklakkar og þrumuský í háloftunum,“ segir Jóhannes, sem greinir frá því að aðeins örfáum klukkustundum hafi kraftur gossins dvínað verulega – en þó ekki meira en svo að sprengingar og drunur frá umbrotunum heyrðust um allt land, svo sem í Bolungarvík, á Patreksfirði og í Grímsey.

Þrettán mánuðir

Á fyrstu dögum eldgossins 1947 var mikið öskufall, svo sem á ofanverðum Rangárvöllum. Varð það til að bæirnir Þorleifsstaðir og Rauðnefsstaðir fóru í eyði, svo mikið spilltust jarðirnar. Einnig féll mikil aska í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. Þá barst fíngerður gossalli með háloftavindum yfir höf og varð vart meðal annars í Finnlandi.

En þetta var ekki síður mikið hraungos. Strax í upphafi hamfaranna rifnaði Hekla eftir endilangri háegg sinn svo opnaðist löng gjá eftir fjallhryggnum. Um hana féll hraunelfur til NV og SV næstu mánuði en heildarflatarmál hraunsins frá 1947 er 40 ferkílómetrar lands.

Eldgosið stóð í alls þrettán mánuði, fram í aprílok 1948. Þá eins og nú vakti gosið áhuga margra og margir gerðu sér ferð austur, leikir sem lærðir. Það var 2. nóvember 1947 sem Steinþór Sigurðsson náttúrufræðingur sem var við rannsóknir við jaðar hraunsins fékk á sig stein sem flaug fram úr hraunjaðrinum. Steinþór lést samstundis, en hann meðal vísindamanna sem fylgdust með framvindu eldgossins.

Hækkaði í 1.503 metra

Gerðar voru ítarlegar rannsóknir á gosinu í Heklu sem þegar hér var komið sögu hafði ekki bært á sér í 102 ár. Þá varð þetta mikla gos fyrir sjötíu árum til þess að hækka hátind Heklu úr 1.447 metrum í 1.503 metra, en hann fór þó fljótlega niður í 1.491 og hefur haldist svo allt fram til þessa dags.

mbl.is